Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 110

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 110
Þannig geti prestar og starfsfólk kirkjunnar miðlað nálægð Guðs og stuðlað að bata þolandans.33 Eitt það erfiðasta sem prestur stendur frammi fyrir á samúðarstiginu er reiði þolandans. Reiðin er fyrst og fremst tákn um heilbrigð viðbrögð, segir Fortune. Kristið fólk höndli þó illa reiðitilfinningar því reiðin sé talin ókristileg, ekki síst fyrir konur. Reiði sé því oft bæld og komi seint upp á yfirborðið. Prestar geta, að mati Fortune, verið mjög hjálplegir með að beina reiðinni í réttan farveg. Byrja megi á því að tala um hvað sé réttmæt reiði. Réttmæt reiði, segir Fortune, er réttmætt andsvar við óréttlátum aðstæðum. Reiði Jesú í musterinu var réttmæt (Jóh.2.14-22). Reiði er líka réttmæt gagnvart kynferðislegu ofbeldi, bæði hjá börnum og fullorðnum. Prestar eigi því að leyfa fórnarlömbum að tjá reiði sína án þess að þau finni til sektarkenndar. Hefnd, hins vegar, sé ekki það sama og réttlát reiði. Hefnd eyðileggi möguleika á ferli réttlætis og verði auðveldlega sjálfstortímandi. Reiðin beinist oft að Guði, heldur Fortune áfram. Ekki sé þó ráðlegt að slá á þá reiði, heldur leyfa henni einnig að koma fram. Það geti létt mjög á reiði viðkomandi. Þá beinist reiðin oft að fjölskyldunni og vinum og líka gegn prestinum og kirkjunni. Það er óþarfi að taka þá reiði of mikið inn á sig, segir Fortune, en jafn nauðsynlegt að reyna að beina henni í réttan farveg, nefnilega að þeim sem ber ábyrgð á verknaðinum. Það eigi að viðurkenna reiðina en ekki leyfa henni að skaða aðra. Ekki heldur fórnarlambið sjálft en það gerist of oft að fórnarlömb ráðast á sjálf sig og skaða á hræðilegan hátt (t.d. með því að skera sig). Að beina reiðinni á réttan stað, þ.e. að orsökum þjáningarinnar, sé afgerandi ef fórnarlambið á að ná bata. Með góðri þekkingu á málefninu geta prestar orðið mjög að liði hér, at mati Fortune. Orsakirnar þjáningar þolandans geta þó verið allnokkrar. Ein sé gerandinn sjálfur, sá sem beitti fórnarlambið ofbeldi, en einnig kirkjan og kerfið sem brugðust hlutverki sínu að aðstoða. I versta falli urðu þeir aðilar þess valdandi að varpa sök á þolandann. Allt þetta nefnir Fortune en telur þrátt fyrir allt að með skynsamlegri hjálp sé það mögulegt að aðstoða fórnarlambið við að beina reiði sinni í réttan farveg, þ.e. að þeim aðilum sem eiga að sæta ábyrgð vegna þjáninga viðkomandi. Þetta sé hins vegar einungis hægt ef til þess fáist víðtækur stuðningur, s.s. frá vinum, fjölskyldu, kirkju og samfélagi. Þótt Fortune fjalli mikið um reiðistigið leggur hún á það ríka áherslu að það sé aðeins eitt skref í 33 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.151. 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.