Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 114

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 114
leið til raunverulegs bata. Þegar samfélagið allt, þ.e. kirkjan, fjölskyldan, dómstólarnir og vinnustaðirnir, standa með þolandanum skapast mögu- leiki á því að upplifa nýtt frelsi. Þetta var það sem ekkjan þráaðist við að biðja óréttláta dómarann um í frásögu Lúkasarguðspjalls (kafla 18): Að hann hlustaði á hana og viðurkenndi opinberlega það sem gerst hafði. Slík viðurkenning samfélagsins stuðlar að uppreisn æru hennar og endurkomu inn á svið samfélagsins án sektar eða brennimerkingar. Uppreisn æru er lokapunktur í réttlætisferlinu. Það er þó ólíklegt, að mati Fortune, að nokkur njóti nokkurn tíma fullkomins réttlætis eftir að hafa þolað órétt kynferðisofbeldis. Aðgerðir samfélags og einstaklinga til að koma á réttlæti munu aldrei skila fullkomnu réttlæti. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd eiga að skapa möguleika á því að bæði gerendur og fórnarlömb geti endur- nýjað samband sitt við samfélagið og gerst fullgildir aðilar að því á nýjan leik.42 Fyrirgefning Það vekur athygli að Fortune nefnir tæpast þátt fyrirgefningarinnar í tengslum við réttlát og ábyrg viðbrögð gegn kynferðislegu ofbeldi. Hugtakið fyrirgefning hefur þó skotið upp kollinum nokkrum sinnum í orðræðu hennar og hyggst ég enda þessa grein á því fjalla um megináherslur hennar varðandi mikilvægi fyrirgefningarinnar í tengslum við kynferðislegt ofbeldi.43 Kjarnatriði hjá Fortune virðist mér vera að fyrirgefningin megi aldrei verða skylda sem prestar eða fagfólk knýi fram hjá þolandanum. Slíkt segir hún óraunhæft og sýni auk þess skort á næmi fyrir aðstæðum. Fyrirgefningin, áréttar Fortune, er nefnilega ekki bara viljaverknaður heldur mögulega hluti af bataferlinu og þarf þess vegna að fá að vaxa fram hægt og rólega. Þessi skilningur útskýrir, að mínu mati, af hverju fyrirgefningin kemur ekki fyrir í atriðunum sjö hér að framan. Bati eftir kynferðislegt ofbeldi byrjar ekki með fyrirgefningu en fyrirgefningin getur hugsanlega verið síðasta og eitt mikilvægasta skrefið í honum.44 42 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.159-161. 43 Fyrir utan skrif Fortune um fyrirgefninguna í Sexual Violence styðst ég við grein eftir hana sem heitir „Forgiveness: The Last Step“ í Violence Against Women and Children. A Christian Theological Sourcebook 1995. New York, Continuum, bls. 201-206. 44 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls. 162—163. Fortune skrifar hér: „In situations of violence or abuse, forgiveness is the last step, at best. But it can hold a key to healing”. (bls.163) 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.