Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 123
tvíræðni á vettvangi hins líkamlega, á vettvangi tungumálsins og á því sem
kalla mætti handanlægni, allt brúar það bil kynja og kynlíkama auk þess
sem gildi þess fyrir guðfræðina er augljóst.
Fyrsti hluti: Horft í hyldýpið
I inngangskaflanum sem höfundur nefnir Horfi í hyldýpið er gerð grein fyrir
nokkrum meginhugtökum ritgerðarinnar auk þess sem hann er eins konar
samtal höfundar við fulltrúa ýmissa fræðigreina í samtímanum um hyldýpið
(Burrus, Keller, Jantzen). Hún beinir sjónum að kynjafræði og nýju framlagi
úr þeirri átt til dýpri skilnings á hyldýpinu, einnig hjá Tillich.
Einn flötur umræðunnar tengist þeirri áherslu Tillichs í umfjöllun hans
um djúpið að þar finni maðurinn ekki aðeins sælu og hamingju, guðlega
hrifningu í anda dulhyggjunnar, heldur stafi honum einnig ógn af hyldýpinu.
Kvennaguðfræðingar hafa skoðað þar orðfæri, m.a. að ótti mannsins beinist
að „ógnandi óreiðu og fljótandi formleysi sem ögrar lífskrafti og vilja“ (s.
22). Höfundur bendir á að fræðimenn hafi Tillich hér grunaðan um ótta
við vagina dentata eða það sem Keller nefnir tehomophobia, ótta við óreiðu
tómsins (skv. sköpunarsögunni í 1. kafla I. Mósebókar). Það telur höfundur
að kalli á ítarlega skoðun á aðgreiningu „sjúldegs ótta“ og „tilvistarlegs
ótta“ (s. 22). Keller og Jantzen telja að framsetning - hvort sem það eru
textar Biblíunnar, miðaldamanna eða nútímahöfunda — á hyldýpinu eigi sér
erótískar rætur þótt með ýmsum hætti sé (s. 22). Umfjöllun Tillichs hlýtur
að eiga sér rætur í þessari auðugu hefð.
I þessum fyrsta hluta ritgerðarinnar kannar höfundur viðhorf ýmissa
fræðimanna, femínista og kvennaguðfræðinga úr ýmsum áttum. Meðal
þeirra er bandaríski brautryðjandinn Mary Daly sem höfundar þessarar
greinar sótd seminar hjá veturinn 1970-71 við Andover Newton háskólann
í Boston, þemað var einmitt guðshugtakið „The Ground og Being“ í
guðfræði Tillichs. Þá voru áhrif hans mikil á guðfræði hennar, ekki síst
vegna þess að guðshugtak hans var kynlaust: „Grunnur tilvistarinnar“,
guðdómurinn sjálfur, eða „Guð ofar guðum trúarbragðanna“ er hvorki
karlkyns né kvenkyns.
Annar hluti: Hin guðlega uppspretta
í öðrum kafla, sem ber yfirskriftina Guðleg uppspretta allra hluta: leið
neikvæðrar guðfræði (katafatísk leið), er fjallað um Maríufræði, um tákn-
merkingu hins móðurlega hjá Júlíu Kristevu, um trúarlega táknfræði í
121