Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 124
hugtakanotkun og lýsingum Tillichs. Eitt og annað í orðræðu Tillichs
frá ýmsum tímum ævinnar vekur athygli höfundarins, einnig minningar
Hönnu Tillich, eiginkonu hans, sálfræðingsins Rollo May, vinar hans, einnig
Wilhelm og Marion Pauck, sömuleiðis vinafólks hans, auk ýmissa minn-
ingabrota í verkum Tillichs, þar er af ýmsu að taka. Þar er í fyrsta lagi um
að ræða orðalag eins og að hið guðlega „skerist“ inn í tilvist mannsins, hið
eilífa nú „brjóti sér leið“ inn í veruleika mannsins og loks orðið „gegnum-
brot“ (Durchbruch) sem Tillich notar einnig mikið alla tíð þegar hann reynir
að orða upplifun mannsins af óvæntri náð Guð í persónulegri reynslu sinni
(s. 91 o.áfr.). Hvað ævisögur og minningabrot varðar er ljóst að afstaða
Tillichs til kvenna og kynlífs hefur verið afgerandi þáttur í lífi hans og að
flestra dómi ekki með eðlilegum hætti, kona hans hefur lýst kvalalosta og
sjálfspyntingum (sadómasókisma ) í kynlífsatferli hans. Það gefur höfundi
doktorsritgerðarinnar tilefni til að túlka notkun hans á hugtakinu hyldýpi
(abyss) með hliðsjón af kynfærum kvenna. Jafnframt opnast greið leið til
samtals við kvennaguðfræðinga samtímans þar sem kynlíf og kynfæri hafa
þungavigtargildi í umfjölluninni.
Höfundur doktorsritgerðinnar telur að Tillich hafi aðeins einu sinni
upplifað það sem dulhyggjumenn allra tíma sóttust eftir: hrifningu í anda
dulhyggjunnar. Þá reynslu átti hann frammi fyrir málverki í Berlín þangað
sem hann hafði komið í síðasta heimararleyfi sínu frá herþjónustu fyrir lok
fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hann fór í Ríkislistasafnið og leitaði að málverki
eftir Alessandro Botticelli, „María mey og barnið ásamt átta englunT (s. 36).
Englarnir faðmast umhverfis meyna og barnið. Þessi reynsla varð honum
eftirminnileg. Hafi Ijóðið sem Tillich samdi eftir móðurmissinn vísað til hins
ógnvekjandi við hyldýpi guðdómsins er hrifningarreynsla hans frammi fyrir
Madonnumyndinni í Berlín andstæðan: hér upplifir hann dýpið með öðrum
hætti, hér er guðdómurinn gefandi og skapandi, „guðdómleg uppspretta alls
sem er“ (s. 37). Hrifningu sinni lýsir hann oft í verkum sínum, m.a. á þessa
leið: „Þegar ég horfði á myndina fannst mér ég komast í hrifningarástand
(■ecstasy). I fegurð myndarinnar var Fegurðin sjálf. Hún skein í gegn í
litunum líkt og dagsljósið skín gegnum steinda glugga í miðaldakirkju. Þar
sem ég stóð þarna baðaður í þeirri fegurð, sem málarinn hafði skynjað svo
löngu fyrr, barst eitthvað að guðlegum uppruna til mín. Ég sneri skjálfandi
frá“ (s. 37). Höfundur greinir hér augljós áhrif nýplatónismans, einnig
bendir hún á að í þessum texta frá 1955 notar Tillich orðið fegurð sem
honum var ekki eiginlegt, yfirleitt notar hann „tjáningarþrunginn“ vegna
122