Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 131

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 131
innar og hvernig hún á rætur í námskrárrannsóknum. Þá er þar almenn umræða um aðferðir og túlkun heimilda - en þar er ekki tekið á því hvernig höfundurinn tengist sögunni sem hann segir í ritgerðinni. Eg vík að því sérstaklega síðar, því að sú ritgerð byggist ekki bara á ötulli heimildavinnu heldur byggist styrkur verksins á þekkingu og yfirsýn höfundarins yfir viðfangsefnið, ekki bara yfir þann hluta sem hann tók þátt í sjálfur sem var meira en síðasti þriðjungur aldarinnar, heldur og þekkingu og yfirsýn yfir bæði uppeldisfræði og guðfræði. Mörgum kynni að finnast veikleiki að rannsóknin fjallar ekki um það hvernig trúfræðslunni var sinnt á vettvangi. Þvert á móti tel ég að hér sé á ferðinni styrkleiki sem felst í því að höfundur afmarkar viðfangsefni sitt við stefnumörkun trúfræðslunnar eins og hún birtist í umræðum og opinberum gögnum (bls. 17). Það er því ekki viðfangsefni Sigurðar hvort eigi að fjalla um trúarbrögð í skólum heldur hvernig stefna um trúarbragðafræðslu - fyrst og fremst kristindómsfræðslu - hefur þróast og mótast. Hvernig trúfræðslu var og er sinnt á vettvangi er önnur rannsókn sem þessi rannsókn ætti að flýta mjög fyrir. Og vissulega er skipan trúfræðslu í skólum mikið áhugamál höfundarins. Spurt spurninga - ekki öllum svarað Ritgerðin sjálf, svo gott verk sem ég tel hana vera á sínum forsendum, er vissulega ekki án allra veikleika. Mér finnst það t.d. galli að skilgreina markmið hennar tvívegis með dálítið mismunandi orðalagi. Þannig kemur fram á bls. 4 að markmið rannsóknarinnar sé „að rekja og varpa ljósi á samband kirkju og skóla og þróun kristindóms- og trúarbragðafræðslu í íslenska skyldunámsskólanum á liðinni öld” - en á bls. 16 er markmiðið sagt vera að leita svara við eftirfarandi spurningum: „Hvernig hefur hlut- verk skyldunámsskólans gagnvart kirkjunni breyst á 20. öld? Hvernig hafa markmið, staða og inntak kennslu í kristnum fræðum, siðfræði og fræðslu um önnur trúarbrögð þróast á sama tíma?“ I Inngangi er hverju og einu tímabili sem er til umfjöllunar í meginköflum ritgerðarinnar lýst stutt- lega og settar fram allmargar spurningar um hvert þeirra. Þeim er svarað misítarlega í köflunum. Á bls. 16-17 eru skilgreindar sjö rannsóknarspurningar. Þeim er ekki svarað með beinum hætti á neinum einum stað, þótt vitaskuld miði sögu- þráðurinn að því að svara þeim. Heldur er í Niðurstöðum og umræðum gerð grein fyrir jjórum „átakaefnum“ sem höfðu verið rædd að einhverju 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.