Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 135

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 135
Sigríður Guðmarsdóttir: Haukur Ingi Jónasson (2006) „In a Land of a Living God: The Healing Imagination and the Icelandic Heritage“ Doktorsritgerð lögð fram við Union Theological Seminary í New York Ritgerð Hauks Inga Jónassonar ber nafnið „ In a Land of a Living God: The Healing Imagination and the Icelandic Heritage“ og liggur til grundvallar doktorsgráðu hans frá 2006. Verkefnið er þverfaglegt og byggir á aðferðafræði sem beitt er innan geðsjúkdómafræði og trúarbragða. Aðalleiðbeinandi Hauks Inga við verkið var dr. Ann Belford Ulanov prófessor í geðsjúkdómafræði og trúarbrögðum við Union og júngískur sálgreinir, en aðrir sem störfuðu í doktorsnefndinni voru doktor Harry Fogarty við Union, lektor í geðsjúkdómafræði og trúarbrögðum við Union og júngískur sálgreinir, dr. Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki við Háskóla íslands og dr. Christopher Morse, prófessor í trúfræði við Union. Ritgerðin er alls 441 blaðsíður að lengd sem skiptist í sex kafla auk inngangs. Haukur Ingi er guðfræðingur að mennt og lauk prófi frá HI 1994 með áherslu á félagssiðfræði og sálgæslu. Hann lauk gráðunum Master of Sacred Theology (S.T.M.), Master of Philosophy (M.Phil.) og Doctor of Philosophy (Ph.D.) frá Union. Meðfram doktorsnámi sínu sinnti hann einnig námi í klínískri sálgæslu (CPE) á Lennox Hill Hospital í New York og sálgreiningu á Harlem Family Institute. Hann hefur sinnt sálgreiningu á íslandi og starfar nú sem lektor við verkfræðideild Háskóla íslands. Það er því mikil og fjölbreytileg þekking og reynsla sem liggur að baki ritgerðar Hauks Inga um hið læknandi ímyndunarafl og hina íslensku hefð. Ég vil sníða mér aðferðafræðilegan stakk eftir vexti svo að að mitt takmarkaða sjónarhorn á verkið verði skýrara. Þegar gera skal stóru og þverfaglegu verki skil er oft erfitt að velja á milli þess að hlaupa yfir allt eða einbeita sér að ákveðnum, afmörkuðum þáttum. Ég hef valið síðari kostinn og mun einbeita mér að því að gera ritgerðinni skil á því sviði sem ég þekki 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.