Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 137

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 137
geðlæknisfræðinni í baráttu við meðferð geðrænna vandamála. í öðru lagi telur hann að ritgerðin geti gefið innsýn í menningararf og þróun íslensku þjóðarinnar. Þannig telur Haukur Ingi að menningararfurinn sýni hvernig íslenska þjóðin hafi á ólíkum tímaskeiðum tekist á við geðræn vandamál og að rannsóknin leiði það í ljós hvernig nota megi þann arf til að skilja og efla læknandi ímyndunarafl. I síðarnefnda markmiðinu er raunar um tvö ólík markmið að ræða, í fyrsta lagi hvort hægt sé að nota sagnaarf þjóðarinnar sem hluta af lækningaferli og í öðru lagi hvort sú lækningaaðferð gefi innsýn í gerð og þróun íslensku þjóðarinnar. Ég tel að Haukur Ingi sýni fram á fyrrnefndu markmiðin tvö með prýðilegum hætti í ritgerðinni, þ.e. hvernig hægt sé að nýta ímyndunarafl almennt og síðan ímyndarafl sem fram kemur í sérstökum sagnaarfi til aukins heilbrigðis. Ég er hins vegar meira efins um kröfu Hauks Inga um síðastnefnda atriðið, þ.e. „it also attempts to show how the native people oflceland used imagination, either voluntarily or involuntarily, to restore the vital balance between the conscious and unconscious aspects ofthepsyche. “ Slík spurning er sögulegs og túlkunarfræðilegs eðlis og krefst talsverðrar hugvísindalegrar undirbyggingar. Velta má upp þeirri spurningu að hve miklu leyti og hvernig sagnaarfur þjóðar endurspegli þá þjóð sem hún er upprunnin hjá. Sagnaarfur verður til á löngum tíma og það liggja margvísleg sjónarmið, valdvensl og hagsmunir að baki varðveislu hans, flokkun og framsetningu. Vald og þekking heyra saman eins og Foucault var ódeigur við að minna á. Auðvitað er hægt að setja fram kenningar um það hvernig tilteknar heimildir endurspegla tiltekið tímabil sem þær eru ritaðar á eða eiga að lýsa, en erfiðara er að ramma inn íslenska þjóð, þróun hennar og sjálfsmynd út frá einhverri heildstæðri mynd sem talist getur sagnaarfur. Með þessum fyrirvara er ég ekki að draga úr mikilvægi þess að íslenskar sagnir og ævintýri séu notuð í lækningartilgangi, heldur að slá varnagla við því að sú lestraraðferð sem Haukur Ingi nýtir sér geti gengið út frá einhverjum skýrum stöðlum um þróun og sálarástand þjóðar að fornu og nýju. I síðasta undirkafla inngangsins ræðir Haukur Ingi einmitt nokkrar þær aðferðafræðilegu skorður sem rannsókninni eru settar. Hann ræðir túlkunarfræðileg vandamál við að nota gamlar sögur til að endurspegla nútíma veruleik og hvernig sjónarhorn höfundar hlýtur óhjákvæmilega að setja mark sitt á túlkunina. Hér hef ég minni áhyggjur en Haukur Ingi af túlkun sagnaarfsins. Hlutlaust sjónarhorn er ekki til og því sjálfsagt mál að lesa hið forna lesmál frá hinum ólíklegustu sjónarhornum, svo 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.