Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 146

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 146
ævi Hallgríms hafa greint frá því að Hallgrímur hafi verið rekinn úr skóla vegna níðvísna sem hann orti um Halldóru Hólafrú og Arngrím lærða. Ekki er vitað hvenær það gerðist eða með hvaða hætti Hallgrímur komst um borð í skip sem sigldi til Glúckstadts. Steinunn gefur sér að það hafi gerst um jólaleytið 1627 og hann komist um borð í danskt skip sem af tilviljun kom þá í Skagafjörð. Sú skipskoma tengdist Tyrkjaráninu að vissu leyti og þannig fléttast örlög Hallgríms og Guðríðar saman í lok bókarinnar. I sambandi við brottför Hallgríms nefnir Steinunn tvennt til sögunnar sem vísar til framtíðar Hallgríms sem skálds. Annað atriðið er skilnaðargjöf föður hans sem rétti honum bókina sem honum var svo kær, Eintal sálarinnar, og síðar átti eftir að hafa mikil áhrif á Hallgrím og Passíusálma hans. Hitt atriðið er ferðasálmurinn „Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín“ sem Steinunn lætur Hallgrím fitja upp á þegar hann stígur á skip. Kveikjan að upphafi sálmsins eru bænarorð sem amma hans, sem Steinunn nefnir Steinunni, mælti fyrir honum þegar hann kvaddi hana: Farir þú, þá farðu í Jesú nafni. Með þessu niðurlagi tengir höfundurinn með beinum hætti við líf Hallgríms siði sem Steinunn hefur áður lýst í leikritinu Heimur Guðríðar. Það er fráfall Steinunnar dóttur þeirra hjóna sem Hallgrímur orti eftir harmljóðin sem að mati Steinunnar gerðu hann að sálmaskáldi. I eftirmála lýsir Steinunn tildrögum verksins og þar kemur fram að undirliggjandi spurning hafi verið: Hvað gerði þennan dreng að skáldi? Þar greinir Steinunn frá niðurstöðu finnskrar könnunar á því hvað gerði fólk að rithöfundum þar sem nefnd voru þrjú atriði: 1) Aðgengi að bókum í æsku, 2) persónuleg kynni af skáldi eða rithöfundi og 3) trámatísk reynsla eða áfall sem kallaði á úrvinnslu í frásögn. Steinunn leitast við að skoða líf drengsins Hallgríms með þessi þrjú atriði í huga. Hún telur að á bernsku- heimili hans hafi verið aðgengi að bókum og lætur hún hann læra að lesa af Vísnabók Guðbrands. Eftir að hann var kominn til Hóla jókst aðgengi hans að bókum mjög og þar hafði hann auk þess kynni af mestu andans mönnum samtíma síns. Þá telur hún að Hallgrímur hafi orðið fyrir harm- þrunginni reynslu annars vegar þegar hann þurfti að yfirgefa æskuheimili sitt eftir lát afa síns og varð að fylgja föður sínum til Hóla. Viðskilnaðurinn við systkini hans var algjör þar eð yngri systkini Hallgríms ílentust í Gröf hjá ömmu sinni og föðurbróður sínum og fjöiskyldu hans. Hins vegar gefur Steinunn sér að móðir Hallgríms hafi látist af barnsförum eftir að feðgarnir voru komnir heim að Hólum og hafi Hallgrímur ekki frétt andlát hennar fyrr en eftir að hún var grafin. Því til viðbótar lendir Hallgrímur í ónáð hjá 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.