Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 149

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 149
G. Dever (f. 1933) sakað minimalistana um að misnota fornleifafræðina, horfa framhjá öllu því sem styður frásagnir Biblíunnar af sögu Israels fyrir babýlónsku herleiðinguna. Inn í átökin blandast svo jafnvel pólitísk viðhorf nútímans og nefnir Dever dæmi um fræðirit sem standi skuggalega nærri hreinu Gyðingahatri. Síðan er hópur fræðimanna þarna mitt á milli og Carol Meyers skipar sér í þann hóp. Hún hefur reynslu sem fornleifafræðingur og setur það mark sitt á rit hennar. Kynferði hennar setur og mark sitt á ritið að því leyti að konum er þar gert hærra undir höfði en í flestum skýringaritum skrifuðum af körlum. Þetta mun vera fyrsta skýringaritið við Exodus sem kona hefur skrifað. Ritið sætir því tíðindum og það er tvímælalaust mikill fengur að því. Það ber vott um staðgóða þekkingu á fræðasviðinu og talar með skýrum hætti inn í umræður líðandi stundar í fræðasamfélaginu. Fræðimennirnir á miðjunni viðurkenna að hinar biblíulegu frásagnir eru ekki sagnfræði. Þeir eru meðvitaðir um að sérhver kynslóð sagnfræðinga er mótuð af samtíð sinni og það litar niðurstöðurnar. Meyers segir að bókmenntafræðilegar athuganir hafi leitt í ljós að Exodus sé vandlega skipulagt ritverk og listrænt að auki. Raunar talar hún oftar en einu sinni um það sem „meistaraverk“. Hún segir að það eigi við um Exodus eins og hina hebresku ritningu í heild að bókinni sé ætlað að kenna, boða en ekki að skrásetja . Ritið kunni að líta út sem sögurit en ekki sé lengur gagnlegt að líta á ritið sem slíkt. Hún segir að eftir meira en einnar aldar umfangs- miklar rannsóknir fornleifafræðinga og sérfræðinga í sögu Egyptalands liggi raunverulega ekkert fyrir sem unnt sé að tengja beint við frásögn Exodus af dvölinni í Egyptalandi og gríðarlegum fólksflótta í gegnum Sínaí. Erfitt hefur reynst að hafa upp á stöðum sem nefndir eru í óbyggðagöngunni og komið hafi í ljós að Kadesh Barnea hafi ekki risið fyrr en á 10. öld f. Kr. Fornleifafræði innan Israels hafi ekki heldur hjálpað til. Stór innrás utanað- komandi aðila í Kanaansland fær ekki heldur stuðning fornleifafræðinnar. Fornleifafræðin leiðir hins vegar í ljós miklar breytingar innan Kanaanslands þar sem fólk tekur að setjast að í hálendinu og þar rísa á skömmum tíma fjölmörgir bæir. Margir fræðimenn telja landnemana í hæðunum hafa verið kanverska borgarbúa. Þekkt er kenningin um bændauppreisn á kanverskri grundu (Mendehall) sem hefur hjá mörgum fræðimönnum komið í stað eldri kenninga um landnám með leiftursókn (í samræmi við frásögn Jósúabókar) eða friðsama aðlögun í samræmi við það sem lýst er í köflum 1 og 2 í Dómarabók. 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.