Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 19
11
verðskerðingargjalds á sauðfjárafurðir og þess að árferði var fremur slæmt einkum
norðaustanlands.
1. tafla. Framlegðarstig 1982-1993.
Ár Framlegðarstig, %
Sauðfé Kýr
1982 65,8 54,2
1983 63,6 51,9
1984 63,8 54,9
1985 70,8 56,9
1986 63,4 61,5
1987 76,1 61,4
1988 70,0 57,6
1989 70,3 55,7
1990 74,1 60,3
1991 72,1 61,2
1992 73,0 64,0
1993 67,9 61,3
Heimildir: Búreikningastofa landbúnaðarins, Hagþjónusta
landbúnaðarins.
Þegar nánar er skoðað virðist bætt fóðuröflun vera undirstaða þessa árangurs. Hlutfall
fóðurkostnaðar af tekjum hefur farið lækkandi, einkum aðkeypts fóðurs. Árið 1984 fóru t.d.
11% af þeim tekjum sem ein kind gaf af sér í aðkeypt fóður en aðeins 5% árið 1993. Sam-
svarandi tölur fyrir kýr eru 22% árið 1984 og 12% árið 1993. Hlutfall breytilegs kostnaðar við
framleiðslu á heimaöfluðu fóðri hefur hins vegar lítið breyst (Búreikningastofa landbúnað-
arins 1984, Hagþjónusta landbúnaðarins 1994). Fóðurkostnaður bæði við heimaaflað og að-
keypt fóður vegur mjög þungt í breytilegum kostnaði og því þarf ekki að koma á óvart að þar
hafi fyrst verið borið niður í leit að möguleikum til hagræðingar í rekstrinum.
Þrátt fyrir þennan árangur eru ýmsar blikur á lofti. Vandi sauðfjárbænda blasir þar fyrst
við en hann má í aðalatriðum rekja til minnkandi markaða fyrir afurðimar, sem hefur leitt til
þess að búin hafa minnkað og minni framleiðsla þarf nú að standa undir föstum kostnaði,
afskriftum, vöxtum og fjölskyldulaunum en var fyrir 5 til 10 árum síðan. Við þetta hefur fram-
leiðslukostnaður á einingu í raun hækkað en verðið á afurðunum hefur verið nánast óbreytt nú
allra síðustu ár. Það er því mikill þrýstingur á að kostnaði við framleiðsluna sé haldið í
lágmarki. Til skemmri tíma litið er þó erfitt að ná fram umtalsverðum sparnaði því fastur
kostnaður vegur mjög þungt í rekstrinum og þannig verða það æ færri framleiðslueiningar sem