Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 42
34
Árið 1916, nánar tiltekið á fundi norrænna búvísindamanna þann 16. október, var
ákveðið að 1 kg af byggi skyldi verða allsherjar viðmiðun fyrir fóðureiningu um öll Norður-
lönd. Hún var jafnan nefnd bygg-fóðureiningin. Var hún notuð fram eftir öldinni í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð.
Sterkjueiningin (ste)
Um aldamótin síðustu þótti enginn fræðimaður á þessu sviði jafnoki Oskars Kellner (1851-
1911). Kellner var efnafræðingur að mennt og veitti m.a. forstöðu tilraunastöð í Möchen við
Leipzig í Þýskalandi. Hann varð fyrstur manna til þess að hagnýta öndunarskáp við
efnaskipta- og/eða jafnvægistilraunir á búfé (Pettenkofers öndunarskápur).
Kellner gerði margar umfangsmiklar tilraunir með að fóðra fullvaxna uxa til fitunar á
hreinum næringarefnum. Á grundvelli þeirra reiknaði hann út hversu mikilli virkri orku
uxarnir söfnuðu í formi fitu fyrir hvert kg af hreinum meltanlegum næringarefnum sem gefin
voru umfram viðhaldsþarfir (ákveðið grunnfóður). Grunnfóðrið uppfyllti reiknaða viðhalds-
þörf gripanna. Fitusöfnun uxanna var notuð sem mæling á fóðurgildi, eða með öðrum orðum
magn virkrar orku í safnaðri fitu. Síðar meir innleiddi danski læknirinn og lífeðlisfræðingur-
inn Holger Möllgaard hugtakið „nettókaloríur til fitunar“ (NKF) um það magn orku sem gripir
safna í fituforða. Möllgaard byggði á niðurstöðum tilrauna Kellners.
Kellner lagði til gmndvallar þá fitu (250 g) sem uxamir söfnuðu fyrir hvert kg af
meltanlegri sterkju eða meltanlegum kolvetnum í fóðrinu og gerði það að mælieiningu sem
hann kallaði ,,sterkjueiningu“. Gildi annarra næringarefna til fitusöfnunar á fullvöxnum
uxum miðaði hann svo við sterkjuna og fékk eftirfarandi niðurstöður (sterkjugildi);
1. tafla. Fitusöfnun, hlutfallsleg sterkjugildi og nettókalonur til fitunar (NKF)
í hreinum næringarefnum samkvæmt tilraunum Kellners.
Næringarefhi Reiknuð fitusöfnun g/kg meltanl. næringarefni Sterkju- einingar Nettókaloríur til fitunar (NKF) pr. g meltanleg næringarefni
Sterkja 248 g 1,00 2,36
Hálmbeðmi (cellulósi) 2,39
Reyrsykur 1,79
Eggjahvíta 235 g 0,94 2,24
Fita í olíukökum 598 g 2,41 5,70
Fita f komi 526 g 2,12 5,00
Fita í gróffóðri 474 g 1,91 4,50