Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 48
40
lækkun hverrar einingar orkuhlutfallsins, q, er því mjög líkt. Þetta fall er aftur á móti mjög
mikið þegar um vöxt og fitun gripa er að ræða, þ.e. orkustyrkleiki fóðursins hefur mikil áhrif á
nýtingu BO til fitusöfnunar, kf Eftir því sem orkuhlutfallið í fóðrinu minnkar eykst munurinn
í nýtingu BO á milli mjólurframleiðslu, km, eða viðhalds, kv, og fitunnar, kf. Þetta hefur gert
það að verkum að Ffe, en þær byggja á fitun uxa, hafa vanmetið orkuna í fóðri til mjólkur-
framleiðslu, sérstaklega í gróffóðri. Megin breytingin við að fara úr Ffe yfir í FEm er því að í
stað þess að miða orkunýtinguna við fitusöfnun er hún miðuð við mjólkurframleiðslu (A.J.H.
van Es 1975 og 1978, M. Vermorel 1989).
0 0,2 0,4 0,6 0,8
Orkustyrkleiki fóðurs, q = BO/HO
1. mynd. Nýting BO (k) til viðhalds og afurðamyndunar við breytilegan
orkustyrkleika fóðurs (<t=BO/HO).
Við útreikning á nettóorku til mjólkurmyndunar (NOm), sem er undirstaða FEm, er reikn-
að með miðlungs fóðri til mjólkurframleiðslu, þ.e. sem hefúr q=57 og gefur því km nálægt
0,60. Við orkuríkara {q>57) eða orkusnauðara (q<57) fóður eykst eða minkar km yfir eða undir
0,6. Einnig minnkar nýting BO yfir í NO lítillega við offóðrun á próteini fram yftr þarfir til
viðhalds og framleiðslu. Reiknað er með að þessi lækkun í nýtingu BO auki þarfimar, til að
ekki dragi úr mjólkurframleiðslu, um 0,4% við hveijaeina aukningu í q (A.J.H. van Es 1975).
Meltanleiki fóðurs er venjulega ákvarðaður við viðhaldsþarfir, en við aukið át dregur úr
meltanleika og þar með BO fóðursins. Fóðumýtingin er leiðrétt fyrir þessu á þann hátt að
gengið er út frá því að nýtingin lækki um 1,8% við hveija aukningu í áti yfir viðhaldsþarfir
sem nemur viðhaldsþörfúnum, þ.e. fyrir hvert margfeldi af viðhaldsþörfunum. í gmnni fóður-
einingakerfisins er reiknað með að átið sé 2,38 x viðhaldsþarfir, sem samsvarar um 12 kg
Þarfir:
Viðhald (kv)
—a-
Mjólkurmyndun (km)
Vöxtur (kf)
Viðh. og vöxtur (kvf)