Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 188
180
Birkiskógurinn, sem yfirleitt óx í frjósömu landi, var ruddur, brenndur og beittur á til-
tölulega skömmum tíma eftir landnám, til að rýma fyrir bæjarhúsum, beitilandi og túnum. Við
það myndaðist fljótlega grasi vaxið valllendi og síðan mólendi með grámosa en hann er
öflugur í samkeppni við ýmsar tegundir plantna (Ágúst H. Bjarnason 1991). Þetta hefur óhjá-
kvæmilega haft mikil áhrif á jarðveginn og það líf sem þar hrærist. Líklegt er að ánamöðkum
hafi fækkað verulega þegar skóglendi breyttist í mólendi (2. tafla). Við þessa breytingu hefur
dregið mjög úr lauffalli og framboði plöntuleifa, en skógarbotninn hefur að öllu jafnaði verið
vel gróinn (blágresi, hrútaber, vallarsveifgras, mosar og ýmsar lyngtegundir). Smám saman
hefur dregið úr frjósemi jarðvegs en hún er m.a. háð framboði og gæðum plöntuleifa. Hins
vegar má ætla að ánamaðkar í náttúrulegu graslendi hafi notið góðs af þessum breytingum,
einkum eftir að túnrækt hófst og farið var að dreifa búfjáráburði. Einnig hefur jarðvegsdýralíf
kringum bæjarhús þróast á sérstæðan hátt, en hérlendis eru stórvaxnar tegundir ánamaðka
einkum bundnar við mannabústaði.
2. tafla. Ánamaðkar í mismunandi gróðurlendi (Bengtson o.fl. 1975, Bjarni E. Guðleifsson og Rögnvaldur Ólafs-
son 1981, Hólmfh'ður Sigurðardóttir og Guðni Þorvaldsson 1995).
Birkiskógar Valllendi Mói Mýri Túna> Garðar
Ríkjandi tegundir Svarðáni Mosaáni Svarðáni Mosaáni Mosaáni Svarðáni Mosaáni Grááni Taðáni Taðáni Stóráni
Grááni Taðáni Taðáni Grááni Taðáni Svarðáni Svarðáni Mosaáni Stóráni Grááni Rauðáni Blááni Langáni Svarðáni Mosaáni
Fjöldi/m2 10-150 40-300 0-80 0-40 5-520 130-260
Lffmassi/m2(g blautvigt) 1-18 9-40 0-8 0-3 5-100 60-70
Fjöldi egghylkja/m2 ? ? ? ? 5-350 ?
a) í túnum voru jarðvegssýni blautsigtuð. Með þessari aðferð næst um 99% af öllum ánamöðkum og egghylkjum
úr sýnunum. Fjöldi ánamaðka og egghylkja f öðrum gróðurlendum, þar sem aðrar aðferðir hafa verið notaðar,
er sennilega vanmetinn. Þetta þarf að hafa í huga þegar niðurstöðurnar eru bomar saman.
Um miðbik þessarar aldar er líklegt að aukin jarðrækt hafi haft mikil áhrif á jarðveg og
jarðvegslíf en þá jókst gras- og túnrækt, einkum með tilkomu stórvirkra vinnuvéla. Mikill
hluti íslensks mýrlendis var þá einnig ræstur fram (Borgþór Magnússon 1987) og í kjölfarið
dró mjög úr fjölbreytileika búsvæða margra dýrahópa.
í náttúrulegu mýrlendi er lítið um ánamaðka og takmarkast útbreiðsla þeirra yfirleitt af
bleytu, lágu sýrustigi og lélegu fæðuframboði. Ýmsar tegundir ánamaðka hafa eflaust notið