Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 63
55
Almennt þá eru próteinþarfir til vaxtar komnar undir vaxtarhraða, kyni gripsins og fullorðinni
stærð, þ.e.a.s. kúakyni. Prótein í kg vaxtarauka stendur í öfugu hlutfalli við fituinnihald og þar
af leiðandi orkuinnihald. Norðmenn hafa tekið upp þarfatöflur úr franska PDI kerfinu fyrir
frönsk mjólkur- og holdanautakyn (Havrevoll o.fl. 1992). Þessi kyn svo og það rauða norska
eru mun stærri en íslenska kynið, Galloway og Aberdeen Angus. Því passa þessar töflur ekki
fyrir íslenskar aðstæður. Eins og er virðist skásti kosturinn að styðjast við útreikninga úr
breska kerfinu fyrir smávaxin kúakyn. í samantekt ARC (1980) úr fjölmörgum tilraunum hafa
verið reiknaðar „allometrískar" líkingar sem hægt er að nota til að reikna út bæði samsetningu
skrokksins og vaxtarauka miðað við lifandi þunga hverju sinni. Gerður er greinarmunur á
kvígum, nautum og uxum. Reiknað er með að uppsogaðar amínósýrur nýtist í hlutfallinu 0,59
(AFRC 1992). Greint er frá AAT þörfum til vaxtar hjá nautgripum í 5. töflu.
Sauðfé
Flestar tilraunir með AAT-PBV kerfið á Norðurlöndunum hafa verið gerðar með nautgripi.
Norðmenn og Svíar gefa út töflur fyrir sauðfé sem að mestu leyti virðast byggðar á tölum úr
franska PDI kerfinu og fyrri reynslu (Havrevoll o.fl. 1992, Spörndly 1993, STIL 1992). Sá
kostur hefur verið tekinn hér að reikna út hvem þarfalið fyrir sig („factorial" útreikningar) og
byggja þannig upp heildarþarfir.
Viðhaldsþarfir. Gengið er út frá að viðhald veíja kosti 0,35Þ°'75 g N/dag (AFRC 1992) sem
jafngildir 2.1875Þ0,75 g/dag (0,35x6,25) af uppsoguðum amínósýmm (AAT).
Ullarvöxtur. Reiknað er með að prótein í ullarvexti hjá fúllorðnum ám nemi um 0,85x6,25
g/dag. Þessar tölur em byggðar á samsetningu á breskri ull (ARC 1980) og gert er ráð fyrir
jöfnum daglegum ullarvexti og reyfi (óþvegin ull) sem er u.þ.b. 3,1 kg við rúning. Stuðullinn
sem notaður er fyrir nýtingu á AAT er 0,26 (AFRC), en þetta lága gildi byggir á því hve ólíkt
ullarprótein er að amínósýmsamsetningu frá fóður- og örverupróteini. Próteinþarfir samkvæmt
þessum forsendum verða því:
AATuii = (0,85 x 6,25) / 0,26 = 20,4 g/dag
Þessi tala er vafalaust í hærra lagi, en í ljósi þess að ær era margar rúnar tvisvar á vetri
og ganga því í gegnum tvö tímabil með öram ullarvexti sem á hinu síðara er í samkeppni við
fósturmyndun, þá þykir réttlætanlegt að nota hana þar til íslenskar tilraunaniðurstöður gefa
ástæðu til annars.