Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 105
97
NIÐURSTÖÐUR
Eins og áður kom fram voru kýmar paraðar áður en tilraunin hófst m.t.t. aldurs og fyrri afreka.
Við uppgjör kom í ljós að áhrif para voru sáralítil og var þeim því sleppt úr líkaninu. Aftur á
móti hafði aldur (nr. mjaltaskeiðs) kúnna í mörgum tilfellum raunhæf áhrif á niðurstöður og
því var greint á milli gripa sem vora á öðra mjaltaskeiði (5 í hvoram hóp) og hinna sem eldri
voru (9 í hvorum hóp).
Rétt er að taka fram að við samanburð á meðaltölum í gögnum sem þessum, sem ná yfir
langan tíma, skiptir tímalengdin sem valin er til uppgjörs oft veralegu máli fyrir niðurstöð-
umar. í þessu tilfelli er valið að skoða át og afurðir yfir fyrstu 24 vikur mjaltaskeiðsins, þ.e.
allan þann tíma sem kjamfóður var gefíð. Ef um annan samanburð er að ræða er það tekið
fram á viðeigandi stöðum.
Áhrif kjamfóðurgjafar á át
Eins og fram kemur í ó.töflu átu kýmar í hóp-550 meira gróffóður (10,6 vs 9,6 kg þe./d) en
ekki var raunhæfur munur á meðalþurrefnisáti milli hópanna yfir allan tímann. Hins vegar er
munur á áti á FE/dag og munar tæpum 0,8 FE/d að meðaltali (12,3 og 11,5 FE/d) milli hóp-
anna. Einnig er munur í orkustyrk heildarfóðursins en hann var 0,90 FE/kg þe. í hóp-825 en
0,86 í hinum hópnum. Kýmar 1 hóp-825 átu að meðaltali 1,37 kg þe. meira af kjamfóðri á dag
(4,09-2,72 kg), en við þetta aukna kjamfóðurát minnkaði gróffóðurátið um 1,02 kg þe. svo
hvert kg af kjamfóðrinu hefur dregið úr gróffóðurátinu um 0,74 kg þe. að meðaltali. Munur á
áti á orku milli hópanna er 0,77 FE/d (12,26 vs 11,49) svo aukning í kjamfóðurgjöf um 1 kg af
fóðri (1 FE) hefur einungis aukið orkuátið að meðltali um 0,5 FE/d.
Varðandi próteinfóðran er munur í próteináti milli hópanna ef skoðaðar era fyrstu 16
vikur mjaltaskeiðsins og munar þar nálægt 100 g/dag af hrápróteini sem hópur-550 fékk
meira, en þetta er þó aðeins um 5% munur. Þessi munur hverfur ef skoðaðar era fýrstu 24
vikumar í stað 16 eða færri. Prótein sem % af þe. fóðursins er að meðaltali 14,4% í hóp-825
en 15,3% í hóp-550 og er sá munur raunhæfúr, enda má segja að hann sé innbyggður í
tilraunaplanið.
Hins vegar er ekki munur á AAT g/dag milli hópanna og er þá sama á hve löng tímabil
er litið. Hins vegar fékk hópur-550 meiri próteinfóðran ef AAT er skoðað í einingu fóðurs, t.d.
sem g/kg þe. (96,8 vs 97,8) eða sem g/FE (108 vs 113). Mesti munurinn er þó á áætluðum
PBV gildum sem era mun lægri í hóp-825 og vegur kjamfóðurblandan þar þyngst. í báðum