Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 94
86
PRÓTEINMAT
Prótein er byggt upp af amínósýrum og eru tíu þeirra lífsnauðsinlegar fyrir fiska. Það eru
leucín, methionín, isoleucín, tryptophan, valín, histidín, phenilalanín og lýsín. Prótein fóðurs-
ins nýtist eins og áður hefur komið fram bæði til uppbyggingar á próteini í vefjum og sem
orkugjafi. Það meltist mjög vel hjá laxfiskum og það sama má segja um fitu, en kolvetni
meltast verr (Kristín Halldórsdóttir og Ólafur Guðmundsson 1993). Próteinmeltanleikinn er
óháður því hversu mikið fiskurinn étur (Clive Talbot 1994).
Aðalhráefnið í því fóðri sem notað er íyrir laxfiska hér á landi er fiskimjöl, aðallega
loðnumjöl. Fiskimjöl er mjög góður próteingjafi og það meltist vel. Vegna vandkvæða við að
meta meltanleika hjá fiskum er meltanleiki fiskafóðurs oft mældur í minkum. Þannig er melt-
anleiki próteins í mestum hluta þess hágæða loðnu- og síldarmjöls sem framleitt er hér á landi
mældur í minkum á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þetta er gert þannig að notuð eru sér-
stök búr íyrir minkinn þar sem hægt er að mæla nákvæmlega hversu mikið hann étur og
skítur. Fimm tamdir minkar eru notaðir við mælingu á hverju fóðri. Saur er safnað frá þeim í 5
daga eftir 5 daga undirbúning á fóðrinu sem verið er að mæla. Gert er sérstakt fóður sem
inniheldur, auk fiskimjölsins sem prófa á, soja olíu, soðna kartöflusterkju, vítamín og stein-
efni. Þannig er fiskimjölið eini próteingjafinn í fóðrinu. Þurrefni og prótein er mælt bæði í
fóðrinu og skítnum og séður meltanleiki reiknaður út, eins og áður er skýrt. Raunverulegur
meltanleiki er síðan reiknaður út frá séða meltanleikanum þar sem gengið er út frá því að í
skítnum séu 278 mg af N, sem ekki á uppruna sinn í fóðrinu, fyrir hver 100 g sem minkurinn
étur (Anders Skrede 1979).
Til þess að loðnu- og síldarmjöl komist í hæsta gæðaflokk þarf próteinið að meltast
90%. Nokkuð gott samband (R2=0,67) er milli meltanleika í mink og meltanleika í laxi og
regnbogasilungi, og gengið er út frá því að það sé svipað fyrir bleikju. Rétt er þó að benda á að
minkurinn virðist melta próteinið betur en fiskurinn (Harald Mundheim og Johannes Obstvedt
1989) og einnig meltir regnbogasilungur prótein betur en lax (Harald Mundheim og Johannes
Obstvedt 1989, Olei Einen 1994). Þær tölur sem fást úr meltanleikarannsókn á mink eru því
viðmiðunargildi en ekki raunveruleg meltanleikagildi fyrir laxfiska. Þó tiltölulega gott sam-
band sé milli meltanleika próteins hjá laxi og regnbogasilungi er lítið samhengi í meltanleika
fitu hjá þessum tegundum (Olei Einen 1994).
Meltanleiki próteins hefur verið metin í fiskimjöli út frá prótein- eða öskuinnihaldi þess
(T. Nose og H. Mamine 1963, D.D. Gulley 1980), því aukið öskuinnihald dregur úr og aukið
próteininnihald eykur meltanleika próteinsins. Þetta er mjög gróft mat og hefur ekki verið