Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 159
151
Áburður. Við mat á áburðarmagni á tún er gerð áburðaráætlun (sjá 3. og 4. töflu hér að
neðan). Áætlunin byggir á eftirtöldum forsendum:
(1) Á viðmiðunartölum um hæfilegan áburðarskammt pr. ha túns.
(2) Tekið er mið af áætlaðri túnstærð viðmiðunarbúsins sem er 47,8 ha í kúalíkani Hþl.
(3) Sá húsdýraáburður sem líklegt er að til falli (505 tonn eða 10,6 tonn/ha), er metinn
til frádráttar. Stuðst er við viðmiðunartölur um hæfilegan áburðarskammt sem upp-
gefnar eru í Handbók bænda.
(4) Tekið er mið af júlí verði Áburðarverksmiðju ríkisins ár hvert.
(5) Gert er ráð fyrir að blandaðar og eingiidar áburðartegundir séu notaðar til helminga.
(6) Áburðarkostnaðinum er deilt á heildaruppskeru þar sem hann nýtist bæði til að
skapa uppskeru til heyskapar og beitar.
3. tafla. Áburðaráætlun. 4. tafla. Áburðarþörf (kg/ha).
Hrein efni kg/tonn kg/ha Þörf hrein efni Búfjár- áburður Vöntun hreinna efna
N 2 21,14 N 120 21,14 98,86
P 0,7 7,40 P 30 7,40 22,60
K 2,4 25,37 K 50 25,37 24,63 -
Rekstur véla, rekstrarvörur og aðkeypt þjónusta. Hér er stuðst við niðurstöður túnreiknings í
„Niðurstöðum búreikninga" frá Hþl. Teknar eru upphæðir úr dálkunum „kúabú, kýr og annað,
sauðijárbú og sauðfé og annað“. Uppskera er áætluð með hjálp kostnaðarlíkans Hþl.
Afskrijtir og vextir. Hér er fyrst og fremst stuðst við kostnaðarlíkan Hþl. Við mat á líftíma
fjárfestinga var haft samráð við sérfræðinga bútæknideildar Rala á Hvanneyri og ákveðinn
hóp bænda sem var haft samband við í tengslum við gerð kostnaðarlíkansins. Afskriftir og
vextir eru fundnir út með ,jafngreiðsluaðferð“. Með þessari aðferð eru vextir og afskriftir
fundin í einu lagi á sama hátt og afborgun af láni sem greitt er með jöfnum árlegum af-
borgunum. Að áæluðum líftíma loknum er hrakviðri eignanna ekkert.
Þegar er talað um fjármagnskostnað búsins er í rauninni átt við heildar fjármagnskostnað
af nauðsynlegri íjárfestingu. Fjármögnun þessara fjárfesinga er skipt í þrennt; þ.e. lán frá
stofnlánadeild, önnur lán og'eigið fé. Reiknivextir í útreikningunum eru fundnir út sem vegið
meðaltal þessara þriggja fjármögnunarleiða. Þegar reiknivextir eru áætlaðir er tekið mið af
niðurstöðum búreikninga um samsetningu fjármagns í hefðbundnum landbúnaði.