Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 114
106
Áberandi var hversu hár styrkur ketonefna greindist í blóði (2. mynd). Styrkur BHB
jókst hratt eftir burð og í þriðju viku voru gildin 2,60 og 3,00 mmól/1. Til samanburðar er talið
æskilegt að styrkur BHB fari ekki yfir 1,00 mmól/1 í byrjun mjaltaskeiðs (DHHPS 1994). Hér
er því um umtalsverða hækkun að ræða, sem er þó ekki óþekkt við íslenskar aðstæður (Grétar
Hrafn Harðarson 1980 og 1994).
Tíðni súrdoða er mjög há á íslandi, t.d. eru milli 12-17% kúa í Helluumdæmi með-
höndlaðar af dýralækni við klíniskum súrdoða árlega. Rannsókn á tíðni súrdoða, sem gerð var
veturinn 1984-85 í Austur Skaftafellssýsluumdæmi, sýndi að tíðni klínisks súrdoða var 23%
og tíðni dulins súrdoða 37% (Bimir Bjamason 1985). Kýr fara að sýna einkenni súrdoða þegar
blóðsykur lækkar og styrkur BHB hækkar í 3-5 mmól/1. Gildin í báðum hópunum sýna að stutt
var í klíniskan súrdoða. Reyndar sýndu fjórar kýr í meðferð 550 og átta kýr í meðferð 825
einkenni lystarleysis á einhveijum tíma mjaltaskeiðsins. Fjórar kýr vom meðhöndlaðar af
dýralækni við súrdoða, þar af þijár í meðferð 550.
Marktæk fylgni var milli BHB og ýmissa þátta í fóðri (2. tafla). Þekkt er að margir
þættir aðrir en orkuástand hafa nokkur áhrif á styrk BHB í blóði, t.d. hækkar BHB yfirleitt
eftir fóðmn. Sérstaklega er þetta áberandi ef illa verkað vothey er gefið (Dale og Vik-Mo
1979). Einnig hefur verið sýnt fram á erfðafræðilegan breytileika (Henricsson o.fl. 1977).
2. tafla. Fylgni (r) milli blóðefna og ýmissa efna í fóðri.
Meðferð NEFA BHB UREA-N Albúmín Mg
FE át/FE þarfír Kjf-550 -0,25 ***
Kjf-825 -0.08
Alls -0,18***
Hráprótein, % Kjf-550 Kjf-825 Alls
AAT, g/dag Kjf-550 Kjf-825 Alls
PBV, g/d Kjf-550 Kjf-825 Alls
Nyt, kg/d Kjf-550 0,03
Kjf-825 0,02
Alls 0,02
Fosfór, % Kjf-550 Kjf-825 Alls
Mg, % Kjf-550 Kjf-825 Alls
-0,23 *** -0,34 *** -0,30 *** 0,36 *** -0,02
0,06 0,06
0,47 *** 0,16***
-0,08 0,18***
0,05 0,13 *
-0,07 0,13**
0,42 *** 0,01
0,05 -0,01
0,52 *** 0,18***
-0,01 0,08 0,14*
0,41 *** -0,09 0,29 ***
0,19*** -0,05 0,19***
0,04
0,17*
0,12*
Fosfór
0,54 ***
0,58 ***
0,59 ***