Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 172
164
í 16. töflu kemur fram að língresi, varpasveifgras, knjáliðagras og brennisóley eru meira á
jarðvegi með litla rúmþyngd. Þessu er hins vegar öfugt farið með túnvingul, snarrót, túnfífil og
háliðagras. Vallarsveifgras dreifist hins vegar jafnt á alla þyngdarflokka.
Dýralífí túnunum
Sýni voru tekin úr 15 túnum á 5 bæjum, eitt úr hveiju. Anamaðkar fundust einungis í ijórum
þeirrra (17. tafla), einu á hveijum bæ, nema Þjóðólfstungu. Þar fannst enginn ánamaðkur. Tvær
tegundir fúndust, Aporrectodea caliginosa, sem fannst í öllum fjórum túnunum, og Lumbricus
rubellus, sem fannst í öllum nema túninu í Vigur. Mun meira var af A. caliginosa. Rétt er að
geta þess að túnin voru mjög þurr þegar sýnin voru tekin.
17. tafla. Fjöldi og þungi ánamaðka og eggja í þeim túnum sem þeir fundust.
Fjöldi á m2 Lífþungi, g/m2
Bær Tún Ánamaðkar Egg Ánamaðkar Egg
Botn Heimatún 32 16 1,25 0,01
Mýrar Heimatún 80 224 0,71 0,84
Hjarðardalur Ytra stykki 160 224 5,49 1,05
Vigur Hvolf 128 144 4,91 0,51
Heimatúnið í Botni er gamalt tún (grasmói). Hin túnin sem tekið var úr í Botni eru 12 ára
mýri og 15 ára grasmói. Heimatúnið á Mýrum er einnig gamalt tún (grasmói). Hin túnin þar eru
30 ára sandtún og 23 ára mýrartún. Ytra stykkið í Hjarðardal er gamalt mýrartún en hin túnin
sandtún. Hvolfið í Vigur er gamalt tún á malarkambi, hin túnin þar eru einnig gömul annars
vegar á malarkambi en hins vegar valllendi. Túnin í Þjóðólfstungu eru öll gömul mýrartún.
ÞAKKARORÐ
Við færum öllum þeim sem lagt hafa þessu verkefni lið bestu þakkir. Sérstaklega þó Framleiðni-
sjóði landbúnaðarins sem styrkti þetta verkefni fjárhagslega.
HEIMILDIR
Guðni Þorvaldsson, 1991. Athugun á gróðurfari og meðferð túna á Vestfjörðum og Vesturlandi. Fjölrit Rala nr. 153:
54 bls.
Guðni Þorvaldsson, 1994. Gróðurfar og nýting túna. Fjölrit Rala nr. 174: 32 bls.
Hólmgeir Bjömsson (ritstj.), 1987. Jarðræktartilraunir, 1986. Fjölrit Rala nr. 124: 24.
Hólmgeir Bjömsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir (ritstj.), 1993. Jarðræktartilraunir, 1992. Fjölrit Rala nr. 165: 45.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Jarðræktartilraunir 1975. Ársskýrsla 1975 I.