Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 113
105
Blóðsýni voru tekin vikulega fyrstu 16 vikur mjaltaskeiðsins hjá hverri kú. Sýnin voru
tekin á miðvikudögum milli klukkan 14:00-15:00 og tekin úr mjólkuræð. Sýni voru látin
storkna við herbergishita í 2-3 klst., síðan var sermi skilið frá og það geymt í frysti við -20°C.
Sýnin voru send í efnagreiningu við dýralæknadeild Edinborgarháskóla. Þar er notaður Techn-
icon RA-XT efnagreinir með Technicon og Randox kittum. Mæld voru eftirfarandi blóðefni:
betahydroxybutyrate (BHB), frjálsar fitusýrur (NEFA), albúmín, köfnunarefni þvagefnis
(UREA-N), ólífrænn fosfór (iP) og magnesíum (Mg).
Fóðrun var þannig háttað að á morgnana kl. 9-10 fengu kýmar vothey og um þriðjung af
kjamfóðurgjöf, strax eftir hádegi var þriðjungur kjarnfóðurs gefinn, nema á miðvikudögum þá
var kjarnfóður gefið eftir blóðtöku. Þurrhey var gefið síðdegis og um kvöldmatarleytið var það
sem eftir var af kjamfóðurdagsgjöf gefið og fyrir háttatíma var síðan sópað að kúnum.
Líkanið sem notað var við tölfræðilega úrvinnslu innihélt þættina par, meðferð, kýr
innan meðferða, viku frá burði (1-16) og samspil meðferða og vikna frá burði. Uppgefin
staðalskekkja á við meðaltöl meðferðarhópa.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Hvorki fékkst marktækur munur milli meðferða á styrk fijálsra fitusýra (NEFA) né ketonefna
(BHB) í blóði (1. tafla). Gildi íyrir NEFA vom lægri en búast mátti við. Hæstu gildi um 0,30
mmól/1 vom fyrstu viku eftir burð en fóm lækkandi og náðu lágmarki 11 vikum eftir burð. Til
samanburðar em gildi allt að 0,70 mmól/1 talin eðlileg í kúm í byrjun mjaltaskeiðs (DHHPS
1994). Hugsanlegt er að tímasetning blóðtöku spili hér inn í, því vitað er að styrkur NEFA
lækkar eftir fóðmn (Coggins og Field 1976). Kýr í meðferð 825 lækkuðu fyrr en kýr í meðferð
550, sem bendir til betra orkuástands í meðferð 825 (1. mynd). Fylgni var milli NEFA og
orkujafnvægis í meðferð 550 og eins þegar allar kýmar vom skoðaðar í hóp (2. tafla).
1. tafla. Meðaltöl blóðefnamælinga (16 vikur).
Kjarnfóður 550 Kjarnfóður 825 P-gildi Meðaltal Staðal- skekkja
NEFA, mmól/1 0,212 0,194 0,15 0,202 0,008
BHB, mmól/1 2,24 1,93 0,40 2,08 0,25
UREA-N, mmól/1 2,73 2,14 0,00 *** 2,44 0,073
Albúmfn, g/1 38,0 37,0 0,06 37,5 0,35
Magnesíum, mmól/1 0,98 1,01 0,17 1,00 0,016
Fosfór, mmól/1 1,90 2,10 0,003 ** 2,00 0,038