Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 151
143
- Báðar tegundir reyndust verða lystugt fóður. Tvö ár af þremur ást rýgresið betur en
háin. Reiknuð nýting háar var að meðaltali betri en nýting rýgresis (kg mjólk/kg þe.);
- Á fimm vikna löngum mæliskeiðum kom ekki fram teljandi munur á dagsnyt kúnna,
síðasta árið var hann þó marktækur (P<0,001) rýgresinu í vil;
- Hvert kg háarþurrefnis reyndist skila nær fjórtánföldum framleiðslukostnaði sínum
(án launa) með afurðum kúnna. Rýgresið skilaði tæplega níföldum framleiðslukostn-
aði. Kjarnfóðurblanda ætti hins vegar að geta skilað fjórföldu kaupverði sínu með
mjólk við núgildandi verðlag.
Athuganir þessar staðfestu að mestu nýlega hagkvæmnireikninga (11), en drógu fram
breytileika í árangri sem orðið getur á milli ára svo og það hve nauðsynlegt er að taka tillit til
aðstæðna á hverju búi þegar valkostir eru metnir.
b) Rúlluhey og súgþurrkuð taða handa mjólkurkúm. Samanburður þessi var gerður í tvö
framleiðsluár (10). Heyið var fengið af sömu spildum sem skipt var til helminga á hvom lið
tilraunarinnar. Helstu niðurstöður tilraunarinnar urðu þessar:
- Súgþurrkaða taðan rýmaði meira á velli en rúlluheyið, sem aftur á móti rýrnaði meira
við geymslu;
- Kýmar átu heldur meira af súgþurrkuðu heyi (11,6-11,7 kg þe./d) en heyi úr rúllum
(11,1-11,2 kg þe./d). Munur var þó aðeins marktækur fyrra árið;
- Óverulegur og ekki marktækur munur kom fram á meðalnyt kúnna (17,2-17,3 kg/d á
súgþurrkaðri töðu samanborið við 17,0-17,1 kg/d árúlluheyi);
- Heytegundirnar höfðu ekki áhrif á kosti mjólkurinnar. Mjólk kúnna varð heldur þvag-
efnismeiri á rúlluheyinu en á súgþurrkuðu töðunni.
í þessari tilraun virtist nýting heysins við verkun og geymslu hafa ráðið meim um
arðsemi framleiðsluferilsins en nýting heysins í fóðmn kúnna. Reyndist munur á reiknuðu
verðmæti framleiðslu af hektara (í mjólk) nema liðlega 50 þúsund krónum, rúlluheyinu í vil.
c) Þurrkstig rúlluheys handa mjólkurkúm. Með tveimur tilraunum var gerður samanburður á
verkun rúlluheys á tveimur þurrkstigum, 30-35% og 45-50%, og fóðmn mjólkurkúa á því
(10). Fóðurmælingar vom gerðar með 2x5 kýr. Helstu niðurstöður tilraunanna urðu þessar:
- Forþurrkun að 45-50% þurrefni lengdi tíma heysins á velli um 50-72 klst samanborið
við að hirða heyið með 30-35% þe.;
- Orkugildi heysins féll um 1% við forþurrkun að 30-35% þe. en um 8% við for-
þurrkun að 45-50% þe. Frá hirðingu til gjafa féll það um 3-4%;
- Hlutfall myglulausra bagga var hærra í þvala heyinu en hinu þurrlega. Hins vegar
gekk jafnmeira úr þvala heyinu vegna myglu;
- Hvorugt árið reyndist marktækur mismunur vera á heyáti kúnna eftir heyflokkum
(P>0,05);
- Kýmar héldu heldur betur á sér og skiluðu aðeins meiri nyt á þurrlega heyinu en hinu
sem var þvalt: 18,7 1/d og 19,0 1/d. Mismunurinn var marktækur bæði árin (P<0,05);