Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 61
53
Eins og áður sagði voru þær tilraunir, sem að ofangreind gildi voru fengin úr, gerðar við
mjög mismunandi aðstæður þannig að erfitt var að fá hrein lífeðlisfræðileg gildi. Inn í útreikn-
inga hafa líka blandast hagfræðilegar röksemdir svo sem verð á próteini. Þá veldur það rug-
ingi að fóðrun mjólkurkúa er oft tengd fyrst og fremst við orku og þá miðað við kg af 4%
mælimjólk eða frekar nú til dags kg af orkuleiðréttri mjólk (750 kcal eða 3,14 MJ/kg).
Líkingin sem notuð er á Norðurlöndunum (Sjaunja o.fl. 1990) erþannig:
kg OLM = kg mjólk x ((383 x fita% + 242 x prótein% + 165 x mjólkursykur% + 20,7)/3140)
Þarfir fyrir AAT ættu fyrst og fremst að miðast við framleiðslu á mjólkurpróteini en það
gefur auga leið að þegar fóðrun og svörun við próteingjöf er miðuð við orkuleiðrétta mjólk þá
getur mismikil fita í mjólkinni valdið mikilli skekkju þegar próteinþarfir eru ákvarðaðar.
Samkvæmt reglubundnum mælingum á íslenskri mjólk (Sævar Magnússon 1994) lætur
nærri að meðalsamsetning hennar sé: 4,05% fita, 3,40% prótein og 4,65% mjólkursykur. Sé
orkugildi þessarar mjólkur reiknað út eftir líkingunni hér að ofan kemur í ljós að 1 kg af
meðalmjólkinni samsvarar nánast alveg 1 kg af OLM. Að framansögðu hefur sá kostur verið
valinn hér að reikna út AAT þarfir miðað við próteininnihald meðalmjólkurinnar. Gert er ráð
fyrir að 0,95 af mjólkurpróteini sé raunverulegt prótein og nýting uppsogaðra amínósýra til
myndunar mjólkurpróteins sé 0,68 (AFRC 1992). Þá verður:
AATmjólk = 34 x 0,95/0,68 = 47,5 g/kg OLM
Önnur rök fyrir því að nota þetta gildi, sem er hærra en á hinum Norðurlöndunum, er að
hér á landi er reynt að nota sem mest gróffóður sem verður gjaman til þess að kolvetna-
kjamfóður er sparað við kýmar eftir burð þannig að þær em að mjólka verulega af sér hold og
þurfa því meira prótein í fóðrinu en ella til að mæta því. AAT þarfir til mjólkurframleiðslu
birtast í 3. töflu.
Fósturmyndun. Próteinþarfir til fósturmyndunar eru byggðar á samantekt ARC 1980 þar sem
vaxtarferli fósturs, legs og fylgjandi veíja er lýst stærðfræðilega með Gompertz jöfnum. Út frá
þessum jöfnum er hægt að reikna próteinvöxt á hveijum tímapunkti meðgöngunnar miðað við
væntanlegan fæðigarþunga kálfsins. Gert er ráð fyrir að nýting AAT til fósturmyndunar í heild
sé 0,85 (AFRC 1992) og að fæðingarþungi sé 35 kg. Ekki er gert ráð fyrir júgurstækkun né
broddmyndun. AAT þarfir til fósturmyndunar hjá kúm má sjá í 4. töflu'.
Vöxtur. Það er vandkvæðum bundið að ákvarða próteinþarfir til vaxtar fyrir íslenska naut-
gripi, því engar nothæfar tölur em til um efnasamsetningu gripa við mismunandi þunga.