Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 92
84
lægri en raunverulegur meltanleiki, þar sem búið er að leiðrétta fyrir þessum þáttum, en það er
erfitt og því er oft notaður séður meltanleiki í stað þess raunverulega.
Til þess að hægt sé að mæla meltanleikan þarf bæði að vita hversu mikið fiskurinn étur
og hversu mikið kemur frá honum í saurnum. Þetta tvennt er erfitt að mæla hjá fiskum og því
eru oft notaðar óbeinar aðferðir við þessar mælingar. Þá er blandað í fóðrið ómeltanlegu efni
eða mælt í fóðrinu efni sem ekki meltist (Ólafur Guðmundsson og Kristín Halldórsdóttir
1993). Þessi efni eru nefnd merkiefni og er hlutfall þeirra og næringarefna fóðursins borið
saman við hlutfall þeirra í saumum, og meltanleiki einstakra næringarefna reiknaður út. Þetta
var nánar skýrt út á Ráðunautafundi 1993 (Kristín Halldórsdóttir og Ólafur Guðmundsson
1993) . Einnig er hægt að mæla át hjá fiskum með þessum aðferðum (O. Gudmundsson o.fl.
1994) .
ORKUMAT
Fiskar fá orku úr fitu, próteini og kolvetnum sem eru í meltanlega hluta fóðursins. Hversu
mikið þeir éta stjórnast mest af orkuinnihaldi fóðursins. Það er því grundvallaratriði að þekkja
það.
Heildarorka (HO) fóðursins er ákvörðuð annaðhvort út frá næringarefnainnihaldi þess
eða í brunahitamæli eins og skýrt hefur verið frá fyrr á þessum fundi (Ólafur Guðmundsson og
Tryggvi Eiríksson 1995). Við meltingu í fiskinum skilst fóðrið í tvo hluta, það sem meltist og
er tekið upp úr meltingarfærunum og það sem ekki meltist og fer frá fískinum í skítnum eins
og sýnt er á 1. mynd. Orkan í þeim hluta sem meltist er nefnd meltanleg orka (MO) og nýtist
fiskinum að hluta til viðhalds, hreyfinga og afurðamyndunar. MO í fóðrinu er oft reiknuð út
ffá meðal MO innihaldi einstakra næringarefna, t.d. eins og sýnt er í líkingunni (Erland Aust-
reng 1981):
MO=16,3xP+33,5xF+6,7xK
þar sem P, F og K eru prótein, fita og kolvetni fóðursins í kJ g'1. Hér er ekki tekið tillit til
meltanleikans og því er þetta er mjög gróf aðferð sem aðeins er hægt að hafa til hliðsjónar.
Orkan í þeim hluta fóðursins sem ekki meltist tapast í skítnum. Einnig er í skítnum orka
úr næringarefnum sem hafa komið í hann frá vefjum skepnunnar, en það stjórnast aðallega af
gerð fóðursins og hversu mikið fiskurinn étur. Þetta gerir það að verkum að meltanleg orka
mælist minni en hún raunverulega er, nema að leiðrétt sé fyrir þessu sem er erfitt.
Orkan í meltanlega hlutanum nýtist heldur ekki að öllu leyti til viðhalds og afurða-
myndunar hjá fiskinum, eins og sést á 1. mynd, því hluti hennar skilst út í þvagi og frá tálkn-