Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 95
87
athugað í mjöli hér á landi, en hér er meltanleiki yfirleitt mjög hár og lítill munur í ösku- og
próteininnihaldi innan fiskimjölstegunda.
Auk þess að mæla próteinmeltanleika er hægt að meta gæði próteins á annan hátt, bæði
með efnafræðilegum og líffræðilegum aðferðum. Sem dæmi um þær síðarnefndu má nefna
nýtingarhlutfall próteins (prótein efficiency ratio), sem byggir á því að finna hversu mikið
fiskurinn vex fyrir hverja einingu af próteini sem hann étur, og einnig má nefna líffræðilegt
gildi (biological value) sem er hlutfall þess próteins sem er tekið upp í líkamanum og þess
hreinpróteins sem líkaminn bætir á sig (Takeshi Watanabe 1988).
Við geymslu geta gæði próteinsins í fóðrinu minnkað eða próteinið jafnvel skemmst.
Oftast á þetta sér stað á hráefnisstigi, t.d. í loðnunni sem notuð er í loðnumjöl. Nokkrar
aðferðir hafa verið notaðar til að meta þetta og er einna algengast að mæla rokgjarnt nítur
(TVN), sem er ferskleikamæling sem gefur til kynna niðurbrot próteina í hráefninu og hversu
mikið er af óstöðugu N. TVN er gefið upp í mg N 100 g'1 af fóðri og best er að það sé sem
lægst. Önnur aðferð er að mæla rotamín (tyramine, putrecine, cadaversine og histamin) í mjöl-
inu. Rotamín myndast við óæskilegt niðurbrot á próteini við rotnun á fiski. Hágæða fiskimjöl
fæst því aðeins að hráefnið sem notað er í það sé óskemmt, því mjölið verður aldrei betra en
hráefnið sem það er unnið úr. Niðurstöður rannsókna á áhrifum rotamína á fisk eru því miður
nokkuð misvísandi. Miklar tilraunir hafa verið gerðar með þetta í samvinnu Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Mjólkurfélags Reykjavíkur
(Soffía Vala Tryggvadóttir o.fl. 1993 og 1994). Þær hafa þó ekki óyggjandi leitt í ljós
skaðsemi rotamína í laxeldi, en benda til þess að það geti skipt máli í hvaða formi þau eru í
fóðrinu (Soffía Vala Tryggvadóttir o.fl. 1994). Það er þó augljóst að mikið hreinlæti þarf að
viðhafa við fiskimjölsvinnslu, t.d. er mikilvægt að geymslutími hráefnisins sé sem stystur og
að hreinsa hráefnisþrær vel milli þess að sett er í þær. Áhrif rotamína hafa aðeins verið
rannsökuð hjá laxi, en ekki er vitað hvort sömu áhrif koma fram í bleikju.
Aðferðirnar sem notaðar eru við hráefnis- eða fóðurvinnslu geta haft mikil áhrif á orku-
og próteinnýtingu fóðursins. Þannig hefur orkuinnihald aukist mikið í laxfiskafóðri á undan-
fömum áratug með betri framleiðslutækni. Það þurrfóður sem nú er framleitt er yfirleitt þanið
frekar en kögglað. Þetta er meðal annars gert vegna þess að kolvetnahluti fóðursins þarf að
vera sérstaklega hitameðhöndlaður ef fóðrið er kögglað og því yfirleitt dýrari, en auk þess er
hægt að koma meiri fitu, og þar af leiðandi orku, í fóðrið ef það er þanið, án þess að eðlis-
eiginleikar þess breytist að ráði. Yfirleitt er talið mikilvægt að fiskimjölið sem notað er sé
framleitt við lágan hita. Hér skiptir þó megin máli að hráefnið sem mjölið er unnið úr sé ferskt