Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 134
126
6. tafla. Áhrif grastegunda á þunga gripa og fóðurnýtingu.
Vallarfox- gras Vallarsveif- gras Snarrót P-giIdi Meðal- tal Staðal- skekkja
Þungi gripa, kg 463 465 472 0,003** 466 1,57
Efnaskiptaþungi, kg 99,8 100,1 101,3 0,003** 100,4 0,30
FE alls úr fóðri 11,2 10,0 9,4 0,000*** 10,2 0,13
FE til viðhalds 3,8 3,8 3,9 0,003** 3,8 0,008
FE til mjólkurmyndunar 7,3 7,1 6,6 0,005** 7,0 0,13
FE til vaxtar (afgangur) 0,1 -0,9 -1,0 0,000*** -0,6 0,11
Mælimjólk, kg/fr. FE 2,4 2,8 2,9 0,000*** 2,7 0,05
Samkvæmt útreikningum sem kynntir eru í 6. töflu eru kýr á vallarsveifgrasi og snarrót
í neikvæðu orkujafnvægi en nokkurn veginn í jafnvægi á vallarfoxgrasinu. Kýr í neikvæðu
orkujafnvægi eru að mjólka af sér hold þó að það komi ekki fram í þungabreytingum vegna
mismunandi vambarfyllis eins og áður greinir frá. Hóparnir sem voru á fýrri hluta mjalta-
skeiðsins voru allir í neikvæðu orkujafnvægi (-2,3 til -1,6 FE/dag) en hóparnir sem voru á
seinni hlutanum voru í jákvæðu orkujafnvægi (0,3-1,9 FE/dag). Út frá þeirri fóðuráætlun sem
hér var lögð til grundvallar og niðurstöðunum má áætla að kýr á vallarsveifgrasi eða snarrót
hefðu verið 5-7 vikum lengur að ná orkujafnvægi. Eins og áður er getið var heilsfar kúnna
misjafnt en ekki var hægt að rekja það til ákveðinnar heygerða enda tilraunaskeiðið stutt.
ÞAKKARORÐ
Halldór Gíslason og starfsmenn hans sáu að mestu um daglega framkvæmd tilraunarinnar og
er þessu fólki þökkuð vel unnin störf. Þá er einnig vert að þakka Þróunarsjóði nautgripa-
ræktarinnar sem styrkti verkefnið með 255 000 kr framlagi.
HEIMILDIR
Bjarni Guðmundsson, 1981. Heyverkun. Bændaskólinn á Hvanneyri, 115 bls.
Bjarni Guðmundsson, 1993. Verkast skorið hey betur í rúlluböggum en óskorið? - sagt frá niðurstöðum hey-
verkunartilrauna á Hvanneyri. Freyr 89(10): 390-394.
Bjarni Guðmundsson, 1994. Heyverkunarrannsóknir. Tilraunaskýrsla Bændaskólans á Hvanneyri 1993 (ritstj.
Edda Þorvaldsdóttir), bls. 69-78.
Bjarni Guðmundsson, 1995. Frá slætti til gjafar - árangur heyverkunartilrauna á Hvanneyri 1990-1994. Rit
Ráðunautafundar 1995.
Guðni Þorvaldsson, 1994. Gróðurfar og nýting túna. Fjölrit RALA nr. 174, 28 bls.