Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 239
231
Það vekur athygli að vaxtaraukinn er minnstur þar sem uppskera er mest án níturáburðar
á Skriðuklaustri. Þar er að líkindum mest framboð á N og þar af leiðandi minnstur vaxtarauki
eftir níturáburð. í tilraunaskýrslu fyrir árin 1955-56 segir að vafalaust valdi smári mikillli
uppskeru þar sem nítur er ekki borið á.
SMÁRI í TÚNUM OG ÁBURÐARGJÖF
Tilraunir með tilbúinn áburð og búfjáráburð sýna margar hverjar hve mikil uppskera fæst án
áburðar og við vaxandi skammta af áburði. Sumar þeirra gefa nokkra hugmynd um hvers
vænta má í ræktun smáratúna þar sem lítill eða enginn níturáburður er notaður. Þetta á við um
nokkrar tilraunir með vaxandi N. í sumum þeirra sýna athuganir á gróðurþekju að smári er
íyrir hendi þar sem minnst er borið á, en fer minnkandi eftir því sem meira er borið á og er oft
horfinn við venjulegan túnskammt af áburði, eða um 100 kg/ha N.
í tilraunum með vaxandi skammta af N-áburði á Skriðuklaustri, Sámstöðum og Akur-
eyri var nokkuð um smára á reitum án níturáburðar svo að þess gætti í próteininnihaldi í
uppskeru (1. mynd c, d, e og f). Úr því fer smárahlutfall minnkandi við vaxandi níturgjöf og
við stærstu skammtana 80-120 kg/ha N er smárinn horfinn vegna samkeppni við grastegundir.
Tilraun með vaxandi magn af N-áburði á smáratún var gerð á Akureyri 1950-1957 (2.
tafla). Tilraunin var gerð á valllendi. í tilraunaskýrslum fyrir árin 1951-58 er greint frá áhrifum
níturáburðar á hlutdeild smára í uppskerunni. Þar segir að mikill smári hafi verið í landinu í
byijun og góð skilyrði fyrir smára. Árið 1952 virðist smárinn horfinn að mestu við 70-90
kg//ha N og er mest áberandi við 0-30 N kg/ha. Lítið bar á smára 1953, nema í þeim liðum
sem fengu engan eða 30 kg N. Sumarið 1954 bar mikið meira á smáranum sérstaklega í seinni
slætti. Smárinn var ríkjandi í uppskerunni í öðrum slætti á reitum sem fengu 0-30 kg/ha N.
Smárinn var einnig áberandi í þeim lið sem fékk 50 kg/ha N, og jafnvel við 70 N, en var með
öllu horfinn við 90 kg/ha N. Ljóst er af umsögnum að 1954 og 1955 voru góð smáraár, en
1953 og 1956 lakari. Árin 1953 og 1956 var mars hlýr (2,0 og 3,1°C) miðað við meðaltal
þeirra ára sem tilraunin stóð (-0,4°C), og á eftir fylgdi kaldur apríl 1953 (-2,1°C) en apríl 1956
var nálægt meðaltali tilraunaáranna (1,8°C). Er því líklegt að smárinn hafi farið of snemma af
stað þessi árin og ekki þolað kuldann á eftir.
í fyrri slætti 1957 sást varla smári við 70-90 kg/ha N. Við 30-50 kg/ha N var hins vegar
dálítið af honum í 2. slætti og einkum við 30 kg/ha í góðum smáraárum í fyrri slætti. Án N-
áburðar var smárinn algerlega ríkjandi í báðum sláttum.