Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 109
101
7. tafla. Áhrif kjarnfóðurgjafar á þunga gripa, orku og próteinjafnvægi.
Kjarnfóður 825 Kjarnfóður 550 P-gildi Meðal- tal Staðal- skekkja
Þungi, kg Þungi, kg (vigtað) 447 434 0,46 441 12,7
Þungi, kg (reiknað) 450 436 0,44 443 13,2
Skurðpunktur 433 421 0,50 427 11,6
Þynging, kg/d 0,204 0,164 0,01 ** 0,184 0,011
FE þarfir á dag
Til viðhalds 3,75 3,68 0,44 3,71 0,07
V. mjólkurmyndunar 7,39 7,30 0,82 7,35 0,27
Alls (án þungabreytinga) 11,13 10,97 0,70 11,05 0,28
Orkujafnvægi án þungabreytinga
ro á dag, 24 v. 1,11 0,52 0,083 0,82 0,23
FE át/FE þarfir, 24 v. 1,11 1,06 0,139 1,09 0,02
FE át/FE þarfír, 16 v. 1,11 1,02 0,026 * 1,07 0,03
FE át/FE þarfir, 12 v. 1,10 0,99 0,009 ** 1,04 0,03
FE át/FE þarfir, 8 v. 1,06 0,95 0,003 ** 1,00 0,02
FE át/FE þarfir, 4 v. 1,01 0,89 0,001 ** 0,95 0,02
AAT jafnvægi
AAT þarfir, g/d 1205 1186 0,70 1196 34,2
AAT jafnvægi, g/d 118 114 0,93 116 27,6
AAT-át/AAT- þarfir 1,12 1,11 0,91 1,11 0,03
ÁLYKTANIR
Erfitt er að átta sig á af hverju kýr í hóp-825 mjólkuðu ekki meira en raun varð á ef tekið er
tillit til þess hve fljótt þær komust í jákvætt orkujafnvægi. Er þá helst að hugleiða hvort
eitthvað annað í fóðrinu hafi hugsanlega verið takmarkandi.
í fyrsta lagi má beina sjónum að tréni í fóðrinu. Að meðaltali var trénið 19,7 og 21,9%
af þe. hjá hópum 825 og 550 fyrstu 24 vikur mjaltaskeiðsins. Hins vegar fer trénið aldrei neðar
en 18% af þe. í hóp-550 en liggur í kringum 16% í 2-6 viku hjá hóp-825, en á þeim tíma
virðast þær viðkvæmar fyrir lystarleysi og sleni. Erlendis er óvíða notað hrátréni til viðmið-
unar við fóðrun mjólkurkúa, oftar hugað að NDF, ADF eða auðleystum kolvetnum en þó
hefur talan 17% sést sem viðmiðum um lægri mörk trénis í heildarfóðri.
Erfitt er að meta hvort aukin próteinfóðrun hefði knúið kýmar til aukinna afurða. Ef
skoðað er hvemig AAT sem g/FE breytist yfir mjaltaskeiðið sést að það er allan tímann mjög
stöðugt í hóp-825 og sveiflast einungis á bilinu 105-110 g/FE, en hjá hóp-550 byijar það í um
118 g/FE á fyrstu vikum eftir burð en er komið niður í um 110 g/FE eftir 24 vikur. Þessi gildi
eru vel yfir þeim mörkum sem nú er unnið eftir á öðmm Norðurlöndum. Lágt PBV gildi hjá
kúnum í hóp-825 getur hafa virkað letjandi á vambarstarfsemina og þar með á myndun ör-