Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 161
153
NIÐURSTÖÐUR TÚNREIKNINGS
Hér á eftir fara helstu niðurstöður á uppgjöri túnreiknings samkvæmt útreikningum Hagþjón-
ustu landbúnaðarins. Kostnaður við öflun fóðurs er einn af stærstu útgjaldaliðum í landbúnaði.
Breytilegur kostnaður við öflun fóðurs er til dæmis rekstrarkostnaður dráttarvéla, áburður, fræ,
verkfæri, áhöld, plast, gam, ýmis þjónusta o.fl.
Við útreikning á túnreikningnum er stuðst við niðurstöður úr innsendum reikningum frá
bændum. AIls liggja 343 reikningar til grundvallar niðurstöðunum. Einungis eru notuð þau bú
sem ekki eru með grænfóður og/eða komrækt, þannig er komist hjá því að kostnaður við þessa
ræktun hafi áhrif á túnreikninginn en skipting breytilegs kostnaðar á milli búgrei'nana þriggja
er oft óljós. Helst er það kostnaður vegna dráttarvéla sem erfitt er að skipta nákvæmlega á
/ •
milli búgreina. I niðurstöðum búreikninga frá Hagþjónustu landbúnaðarins er skipting dráttar-
vélakostnaðar eins og 5. tafla sýnir.
5. tafla. Hlutfallsleg skipting dráttarvélakostnaðar.
• Kúa- bú SauðQár- bú Blönduð bú Kýrog annað Sauðfé og annað Annar rekstur
Fóðuröflun 70,9 78,9 81,7 70,9 78,9 81,7
Nautgripir 7,9 0 1,5 7,9 0 1,5
Sauðfé 0,9 6,5 3,9 0,9 6,5 3,9
Annað 20,2 14,6 12,9 20,2 14,6 12,9
Samkvæmt töflunni er gert ráð fyrir sömu skiptingu dráttarvélakostnaðar á kúabú og á
bú með kýr og annað og sauðfjárbú og bú með sauðfé og annað. Fyrstu þrír dálkamir byggja á
niðurstöðum vinnuskýrslna en síðari þrír eru áætlaðir.
Vegið meðaltal breytilegs kostnaðar fyrir öll bú er sýnt í 6. töflu. Eins og fram kemur í
töflunni liggja 343 reikningar til grundvallar niðurstöðunum og er meðalstærð túna 35,1 ha.
Breytilegi kostnaðurinn er að meðaltali 691 000 krónur á býli og em áburður og sáðvörur
stærsti útgjaldaliðurinn, eða 53% af breytilega kostnaðinum að meðaltali á bú, þar á eftir
kemur kostnaður vegna búvéla þyngst, eða 34% af breytilega kostnaðinum að meðaltali á bú.
Mestur er breytilegi kostnaðurinn að meðaltali á kúabúum 819 000 krónur, en minnstur á
sauðfjárbúum 480 000 krónur að meðaltali á býli. Breytilegi kostnaðurinn á ha er að meðaltali
19 700 krónur á býli, mestur er hann á kúabúum 20 300 krónur á ha en minnstur 16 700 krón-
ur á sauðfjárbúum.