Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 216
208
Þar kemur fram að Kollafjarðarstofninn sýnir hæstu heimtur fyrstu þrjá árgangana og þar
með hæstu heimldarþyngd úr sjó. Lárósstofn sýnir aftur á móti hæstu heimtur í árgangi 1991.
Munur í meðalþyngd á smálaxi milli laxastofna er ekki eins afgerandi þó sá munur sé töl-
fræðilega marktækur í einstökum tilfellum. Hafbeitarstofnamir gefa að jafnaði hæstu heimtur
og ber að nota þá í hafbeit.
Á 2. og 3. mynd sést að munur milli fjölskyldna er mun meiri en milli laxastofna.
Munur milli þyngstu og léttustu ljölskyldnanna í meðalþyngd er um 0,9 kg og rúm 8% í
endurheimtum.
2. mynd. Endurheimtur á fimm bestu og fimm
lélegustu fjölkyldna t' árgangi 1991 sleppt á
hafbeit úr Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði.
Meðalheimtur voru 2,25% íyrir allar 145 fjöl-
skyldur sem sleppt var.
■3
=J0
3. mynd. Meðalþyngd fimm þyngstu og fimm
léttustu fjölskyldna í árgangi 1991 sleppt á haf-
beit úr Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Meðal-
þyngd allra 145 fjölskyldnanna sem sleppt var
mældist 2,33 kg.
Erfðastuðlar
í 3. töflu er sýnt arfgengi fyrir þyngd og endurheimtur á smá- og stórlaxi.
3. tafla. Arfgengi fyrir þyngd og endurheimtum á smálaxi og stórlaxi. Arfgengi fyrir þyngd eru reiknuð með
einstaklingslíkani (animal model) og arfgengi milli feðra fyrir endurheimtur er reiknað beint á normalskala (non-
observable normal liability scale).
Árgangur Þyngd Smálax Stórlax Endurheimtur (%) Smálax Stórlax
1988 0,24±0,24 0,03±0,20 0,13 0,07
1989 0,19±0,10 0,00±0,12 0,11 0,01
1990 0,36±0,20 0,11±0,12 0,24 0,02
1991 0,29±0,15 - 0,08 -
Meðal 0,36±0,11 0,00±0,15 0,12 0,04