Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 242
234
NÍTURNÁM ÚR LOFTI í RÓTARHNÝÐUM SMÁRA
í tilraun með hvítsmára í sambýli við mismunandi grastegundir á Korpu 1987-1991 var
meðaluppskera 27-40 hkg/ha eftir því hve oft og hvenær slegið var (Áslaug Helgadóttir og
Þórdís Á. Kristjánsdóttir 1993). Níturnám úr lofti var metið með því að gera ráð fyrir að 87%
af N í smáranum væri komið úr lofti. Samkvæmt því voru 43 kg/ha N unnin úr lofti að jafnaði
fyrir alla tilraunaliði og öll ár, 3-104 kg/ha eftir árum. Minnsta níturnámið sumarið 1988 rekja
höfundar til þurrka og kulda snemma vors.
Níturnám úr lofti í rótarhnýðum hvítsmára var mælt með l5N-aðferð sumarið 1993 í
hvftsmárareitum í Gunnarsholti á Rangárvöllum (4. tafla). Mælingarnar voru hluti af svo-
nefndu Níturverkefni og verða niðurstöður birtar í heild síðar á þessu ári.
Hvítsmára af stofninum Lenu og Leik túnvingli var sáð í flag úr gömlu móatúni vorið
1990. Smárinn kom seint upp næsta sumar en hefur aukið hlut sinn í uppskeru smám saman á
árunum 1990-1991. Sáningarárið var borið á 30 N, 40 P og 80 K kg/ha en ekkert eftir það.
Undrom hvítsmára og vallarsveifgrasi var sáð í nálæga spildu með svipuðum jarðvegi vorið
1992.
4. tafla. Mælingar á nítunámi úr lofti f rótarhnýðum hvítsmára. Uppskera af hvítsmára og grasi í blöndu og
hreinrækt, prótein í uppskeru og níturnám úr lofti. Gunnarsholt Rangárvöllum 1993.
l.Blanda af smára og grasi
% prótein Nítumám
Uppskera, þe. hkg/ha í þurrefni % af N
Gras Smári Alls af uppskeru í smára N kg/ha
2. Gras
Uppskera % prótein
hkg/ha þe. í þurrefni
Lena hvítsmári og Leik túnvingull, Norðurtún
1. sláttura> 31,7 1,8 33,5 10,6 85,2 5,4 29,2 9,0
2. slátturb> 13,3 4,8 18,1 13,3 89,6 13,4 11,1 9,1
Alls 45,0 6,6 51,6 18,8 40,3
Undrom hvítsmári og vallarsveifgras, spilda B3
1. sláttura) 4,0 0,7 4,7 21,6 16,0 0,4 5,2 21,0
2. slátturb) 16,7 5,1 21,8 15,2 81,0 13,9 18,8 11,6
Alls 20,7 5,8 26,5 14,3 24,0
a) 29. júní.
b) 24. september.
í tilraun sem gerð var mel á Korpu 1986 mældist nítur unnið úr lofti í Undrom hvít-
smára að meðaltali 87% af N í smárauppskeru með 16,9% prótein. í athugunarreitum við
tilraunina mældist 91% af N í uppskeru af Bjursele rauðsmára vera unnið úr lofti.