Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 142
134
í 4. töflu eru niðurstöður varðandi meðalát hópanna og meðalefnainnihald fóðursins út
frá því. Við útreikningana er miðað við að niðurbrotsstuðull á hrápróteini sé 75% í græn-
fóðrinu, 60% í þurrheyinu og 55% í kjarnfóðurblöndunni, en að öðru leyti er stuðst við efna-
greiningar á fóðri, sbr. 2. töflu. Prótein og steinefnaþörfum virðist hafa verið ríflega fullnægt
hjá öllum hópunum og tréni og þurrefni í heildarfóðri hjá kálhópnum virðist ekki hafa verið
svo lágt að til skaða ætti að hafa verið.
Áhriffóðurs á afurðir
Áhrif fóðurtegunda á afurðir eru greinileg eins og áhrifin á grófóðurátið. Meðalnyt í tilraun-
inni var 14,6 kg/d en sé magnið leiðrétt m.t.t. orkuinnihalds reiknast það 13,3 kg/d og skiptir
þá ekki máli hvort einungis er leiðrétt út frá fitmagni í mjólkinni (mælimjólk) eða bæði út frá
fitu og próteinmagni (orkuleiðrétt mjólk). Grænfóðrið eykur afurðir og kálhópurinn skilar í
öllum tilfellum mestu magni mjólkur og mjólkurefna. Sé miðað við þurrheyið þá jók rýgresið
nytina um 2-3% en kálið um 9-10%. Enginn munur kom hins vegar fram milli hópanna á
hlutföllum (%) efna í mjólkinni né á frumutölu, sem einungis er þó birt hér til hliðsjónar.
Þar sem ekki var raunhæfur munur á efnahlutföllum í mjólkinni var heldur ekki munur á
afurðaverði pr. kg mjólk, en hins vegar er munur á tekjum eftir kú á dag í samræmi við mun í
dagsnyt og skiluðu kýmar um 66 kr meira á dag þegar þær fengu kál samanborið við þurrhey
eingöngu (5. tafla).
5. tafla. Áhrif fóðurs á mjólkurmagn, efnainnihald mjólkur og á tekjur af mjólk.
Þurrhey Þurrhey + rýgresi Þurrhey + kál P-gildi Meðal- tal Staðal- skekkja
Magn
Mjólk, kg/dag 14,1 14,5 15,3 0,00 *** 14,6 0,14
Mælimjólk, kg/d 12,8 13,1 14,0 0,00 *** 13,3 0,11
Orkumjólk, kg/d 12,8 13,1 14,0 0,00 *** 13,3 0,10
Fita, g/dag 477 489 524 0,00 *** 497 5,43
Prótein, g/dag 452 461 496 0,00 *** 470 3,50
Efnainnihald
Fita, % 3,46 3,44 3,47 0,86 3,46 0,04
Prótein, % 3,24 3,21 3,25 0,30 3,23 0,018
Prótein/fita 0,94 0,94 0,95 0,95 0,95 0,011
Frumur (þús.) í ml 282 260 320 0,57 287 39
Hlutfallslegt magn
Mjólk, kg /dag 100 103 109 0,00 *** 104
Mælimjólk, kg/d 100 102 109 0,00 *** 104
Fita, g/dag 100 103 110 0,00 *** 104
Prótein, g/dag 100 102 110 0,00 *** 104
Tekjur af mjólk
Kr/kg mjólk 50,81 50,60 50,90 0,35 50,77 0,15
Kr á dag 715 733 781 0,00 *** 742 5,68