Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 258
250
ræktun og búskap í framtíðinni þurfa helst að byrja á því að kynna sér þá lífsspeki og þau
lífsviðhorf sem að baki búa. Þeir þurfa því að vera opnir og fordómalausir og hafa trú á því
afli sem heldur öllu saman. Þeir þurfa einnig að kunna skil á lögmálum náttúrunnar og bera
virðingu fyrir henni. Það má segja að eitt af markmiðunum í lífrænni ræktun sé að ná jafnvægi
í skörun hins andlega og efnislega veruleika. Til að ná árangri þarf að vera skilningur á báðum
þáttum. Að þessu fengnu sýnist mér að lífrænir búskaparhættir séu vel aðgengiiegir fyrir
bændur sem náð hafa á annað borð tökum á búskap.
Framleiðsla
í hinum hefðbundna búskap sýnist mér hvað auðveldast að koma á lífrænum búskap í hrossa-
og sauðfjárframleiðslu, þar sem breytingin snertir nánast eingöngu grasræktina. Reyndar er við
ákveðin vandamál að eiga varðandi hana, þar sem okkur skortir viðeigandi smára í túnin, en
þangað til þau mál leysast er hægt að notast við aðfenginn lífrænan áburð, s.s. fiskimjöl, safn-
haugaáburð og þaramjöl. Þetta útheimtir að sjálfsögðu meiri peninga og vinnu, sem undir-
strikar nauðsyn þess að finna lausn á smáranum. Þetta tefur einnig fyrir þeim umbreytingum
sem krafan er um og þýðir að menn verða að fara hægt í sakimar. Einnig snertir þetta
mjólkurframleiðsluna og kemur til viðbótar öðmm vandamálum í þeirri grein.
Markaðsmál
Eins og ég hef áður nefnt em markaðsmálin ekki vandamál í hinum ftjálsu greinum, þar sem
markaðssetning er í höndum framleiðenda sjálfra, öfugt við það sem er í hinum kvótaskiptu.
Það kann að vera að þetta sleppi í dilkakjötinu, en það hlýtur að vera háð því að fá slátur-
leyfishafa í samstarf og þá væntanlega vottaða. Einnig á þetta við varðandi markaðssetningu á
nautakjöti. Það er fyrirséð varðandi mjólkina að þar verða veruleg vandamál á ferðinni, þar
sem reglurnar munu kveða á um það að ekki skuli senda lífræna mjólk í mjólkurbú með
hefðbundinni mjólk. Þar er um tvennt að velja, annars vegar að einstakir bændur vinni
mjólkina sjálfir, og það kann að verða þrautalendingin hjá þeim sem fyrstir verða af stað með
lífræna mjólk, og svo hins vegar, ef nógu margir fara af stað, að koma upp sérstakri mjólkur-
vinnslu fyrir lífræna mjólk, t.d. í þeim mjólkurbúum sem verið er eða til stendur að úrelda.
Það er sjálfsagt tómt mála að tala um það á meðan enginn er framleiðandinn, en er umhugs-
unarefni fyrir þá sem málið varðar í nánustu framtíð.