Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 155
147
Verkun heys í rúllum nýtur nú mikilla vinsælda. Þótt henni fylgi margir kostir þarf líka
að gæta að þeim sporum sem hún skilur eftir sig: Sóðaskapur af plastrusli og skemmdum hey-
rúllum lýtir of víða útlit býlanna og spillir ímynd landbúnaðarins. Við hvorugu megum við.
Notaðar plastumbúðir safnast fyrir. Það gengur ekki til langframa. í ljósi þeirrar ferilhugs-
unar, sem vistvænn landbúnaður byggist á, er rúlluheyskapur því enn nokkur skuggavaldur. Úr
því verður að bæta.
Á Hvanneyri er nú í undirbúningi rannsóknaáætiun á sviði heyverkunar til næstu 3-5 ára.
Byggir hún á þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ætlunin er að halda hinum samtengdu
heyöflunartilraunum áfram svo fá megi enn gleggri mynd af heildamýtingu fóðuruppskerunnar
og áhrifum einstakra þátta á hana. Ætlunin er að leggja sérstaka áherslu á aðfanganýtingu við
heyöflun í vistfræðilegu ljósi, auk þess sem leitað verður áfram leiða til þess að lækka kostnað
við öflun, verkun og geymslu heysins.
LOKAORÐ
Framleiðsluumhverfi bænda gerir nú miklar kröfur til nákvæmni við stjórn búvörufram-
leiðslunnar. Sú nákvæmni á bæði við fjárstjórn og gæðastjórn sem raunar eru nátengdar.
Magnhugsunin er ekki jafnmikilvæg nú og fyrr. Á síðustu árum virðist margt benda til þess að
gæði heyja hafi víða batnað, bæði vegna sterkari heygæðavitundar manna og bættrar verk-
tækni. Enn er þó töluvert að vinna með markvissari stjórn heygæðanna eftir fóðurkröfum
hinnar einstöku hjarðar og ytri framleiðsluskilyrðum búsins. Til þess vantar vissulega enn
töluverða þekkingu, þótt einnig skorti á að fuilnýtt sé sú vitneskja sem þegar er tiltæk úr
íslenskum rannsóknum á sviði ræktunar og verkunar fóðurjurta sem og fóðrunar á
þeim.
HEIMILDIR
1. Grétar Einarsson, 1984. Rúlluvothey. Ráðunautafundur 1984, bls. 171-179.
2. Tryggvi Eiríksson, 1984. Verkun vothey í rúlluböggum. Ráðunautafundur 1984, bls. 180-181
3. Pétur Þór Jónasson, 1987. Reynsla af votverkun rúllubagga. Ráðunautafundur 1987, bls. 99-108.
4. Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Bjarni Guðmundsson, 1990. Reynsla bænda af verkun heys í rúlluböggum, Fjölrit
Hve. nr. 63, 30 bls.
5. Sigríður Jónsdóttir, 1991. Samanburður á tveim heyverkunaraðferðum. Aðalritgerð (BS-ritgerð) við Búvísinda-
deild, Hvanneyri, 71 bls.
6. Bjarni Guðmundsson, 1991. Rundballesurfór - konservering og fóringsverdi. Ensilering i rundballer, Seminar nr.
201, NJF’s sektion VII, 24.-25.okt., Hveragerði, 12 bls.