Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 130
122
NIÐURSTÖÐUR
í tölfræðiuppgjörinu mældust engin raunhæf samspilsáhrif. Skoðað var hvort heytegundir
hefðu ólík áhrif á kýr sem voru á fyrri hluta mjaltaskeiðs (hópar 1-3) eða á seinni hluta
mjaltaskeiðsins (hópar 4-5) og reyndist svo ekki vera. Aðhvarfsgreiningar á lífþunga eða aldri
að áti eða nyt gáfu hvergi raunhæft samband, ólíkt niðurstöðum úr svipaðri tilraun á Stóra
Ármóti (Gunnar Ríkharðsson 1994). Þar var þungamunur milli kúa eftir aldri þó mun meiri.
Þegar talað er um mun á milli meðaltala hér á eftir er alltaf átt við tölfræðilega raunhæfan
mun.
Áhrif grastegunda á át
í 3. töflu eru sýndar heildamiðurstöður tilraunarinnar á áti og nyt. Þar kemur fram að meðal-
heyát hafi verið 11,6 kg þurrefni, eða 13,6 kg af 85% þurru heyi. Meðalkjarnfóðurgjöf var 1,2
kg þurrefni en henni var mjög misskipt milli hópa. Samanlagt þurrefnisát var því um 12,8 kg
og hiutfall kjamfóðurs 9-10%. Munur var á heyáti og heildaráti milli kúahópa sem vom í
upphafi mjaltaskeiðsins (hópar 1-3) og hópa á seinni hluta mjaltaskeiðsins (hópar 4-6).
3. tafla. Mjaltaskeið, þungi, vikur frá burði, át, heyleifar og nyt 18 tilraunakúa á 9 vikna tilraunarskeiði (meðaltal
eða miðtími).
Hópur nr. Mjalta- skeið Þungi kg Vikur frá burði Heyát kg þe./dag Hey- leifar, % Kjamfóður- át kg þe./dag Át alls FE Nyt kg/dag
i 1,0 432 23,0 12,1 13,3 0,093 9,3 10,2
2 2,0 473 23,0 12,1 14,6 0,093 9,3 11,4
3 3,0 490 23,1 11,6 16,4 0,578 9,5 13,1
4 3,0 495 9,4 11,8 13,7 1,887 11,1 22,5
5 2,7 458 9,6 10,5 18,6 2,325 10,6 23,6
6 4,7 452 9,8 11,4 15,9 2,485 11,5 27,3
Meðaltal 2,7 466 16,3 11,6 15,4 1,243 10,2 18,0
Þegar skoðaður er munur í áti á milli heytegunda verður að hafa í huga, eins og fyiT er
getið, að þar gætir einnig beinna áhrifa af mismunandi fóðurstyrk eftir tegundum og ekki hægt
að greina þar á milli (4. tafla). Hins vegar má benda á að hjá mörgum bændum er algengast að
orkuríkustu heyin í hlöðunni séu af vallarfoxgrasi og hér fæst samanburður á vallarfoxgrasi og
snarrót sem slegin em á sama tíma.
Kýmar átu mest af vallarfoxgrasi, eða 12,1 kg þurrefni að jafnaði, og munaði 7-8% á því
og hinum tegundum, en ekki var munur á áti á milli þeirra (4. tafla). Munur á heildarþurrefnis-