Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 182
174
Hugmyndin var að finna út hvert væri vetrarþol þessara stofna úti í náttúrunni og bera það
saman við rannsóknastofumælingar á frostþoli, svellþoli og rotþoli þeirra. Samhliða því að
bera saman mismunandi rannsóknastofuaðferðir átti að kanna hvert væri notagildi slíkra
rannsóknastofumælinga við kynbætur á túngróðri.
Rannsóknum þessum er enn ekki að fullu lokið og efniviðurinn ekki uppgerður. Hér
verður gerð grein íyrir þeim meginniðurstöðum sem nú liggja fyrir í vallarfoxgrasi. Þolið var
mælt hjá 12 norrænum stofnum af vallarfoxgrasi. Að mestu leyti er um að ræða sömu stofna
og notaðir voru í Nordgras rannsókn sem sáð var til 1982-1983 (1).
Alls voru kalskemmdimar metnar á 7 stöðum, þar af 2 á íslandi, Möðmvöllum og
Hvanneyri. f tilraununum var lagt mat á hulu vor og haust og kalskemmdir að vori, en
uppskerumagn var ekki mælt. Kalskemmdir vom yfirleitt reiknaðar sem mismunur á hulu frá
einu ári til annars. Reitir vom 0,5x5,0 m og endurtekningar 2 eða 3. Kalskemmdir urðu sums
staðar miklar, annars staðar litlar sem engar. í ljós kom, það sem reyndar var vitað fyrir, að þar
sem kalskemmdir urðu mestar af völdum svella, einkum á íslandi (Möðmvellir) og í Norður-
Noregi, þar dreifðust þær mjög mismunandi yfir tilraunalandið. Var kalið að mestu háð smá-
vægilegum mun í hæð tilraunalandsins, sem réði því hvar svell lágu lengst. í slíkum tilraunum
var tilraunaskekkjan mikil og niðurstöður mglingslegar og sögðu lítið um mun á milli stofna.
Samkvæmt venju urðu kalskemmdir litlar á fyrsta ári en meiri á öðm og þriðja ári.
Frostþol var mælt á rannsóknastofum í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, svellþol á íslandi
og Noregi og rotþol í Svíþjóð. í 1. töflu em sýndar niðurstöður mælinga á vetrarþoli úti í
náttúmnni og svo hvemig stofnamir röðuðust í frostþoli, svellþoli og rotþoli, Ennfremur er
sýnt hvemig stofnamir röðuðust eftir uppskem í Nordgras rannsókninni fyrir um það bil 10
árum (1).
Af töflunni er ljóst að í heild er lítill munur á milli stofnanna í kalskemmdum úti í
náttúmnni. Adda, Bodin og Vega hafa í heild skemmst minnst en mestar era skemmdimar hjá
Topas, Kámpe II og Saga. Þá sést að í heild er samhengi á milli frostþols, svellþols og rotþols,
stofnamir raða sér svipað í öllum þremur tilvikunum. Saga, Kámpe II og Topas hafa minnst
þol, en norsku og íslensku stofnamir eru á toppnum, einkum Engmo, Bodin og Vega. í rann-
sóknastofúmælingum virðist Adda standa þeim nokkuð að baki. Það vekur athygli að gömlu
Norðumorsku stofnamir Bodin og Engmo, sem komu á markaðinn á ámnum 1950-1960, em
enn nærri toppnum í þoli og uppskeru og sýnir það að árangur í kynbótum vallarfoxgrass fyrir
norðlægar slóðir hefur verið hverfandi lítill á þeim 40 ámm sem síðan em liðin.