Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 219
211
Á 4. mynd sést að samspil hálfsystkina (föður) og sleppistaða útskýrir mjög lítinn hluta
af breytileikanum, eða 0,21-1,31% milli árganga. Dreifniliður föður og móður er í öllum til-
vikum mun hærri en dreifniliður fyrir samspilið. Þetta sýnir að röðun í heimtum hálfsystkina-
hópa á hverjum sleppistað var mjög svipuð. Þetta gerir kynbótastarfið mun árangursríkara þar
sem hægt verður að einbeita sér að vali fjölskyldna innan eins laxastofns sem bætir stofninn
fyrir atvinnuveginn í heild.
Arangur vals
Niðurstöður úr valtilraun sem fram koma í 5. töflu sýna að 0,6% munur er í endurheimtum
milli valda og óvalda hópsins. Munurinn milli þessara tveggja hópa er tölfræðilega marktækur
og alls um 27%.
5. tafla. Fjöldi gönguseiða sleppt, endurheimtur (%) af smálaxi og meðalþyngd á smálaxi afkvæma úr annars
vegar völdum efnivið og hins vegar óvöldum efnivið.
Hópur Sleppistaður Fjöldi sleppt Fjöldi endurheimt Endur- heimtu % Meðal- þyngd, kg
Óvalið Kollafjörður 1 9042 157 1,7 2,22
Valið Kollafjörður 1 5654 144 2,5 2,22
Óvalið Kollafjörður 2 4802 168 3,5 2,44
Valið Kollafjörður 2 2802 109 3,9 2,43
Óvalið Vogavík 2399 34 1,4 2,07
Valið Vogavík 2703 56 2,1 2,14
Óvalið Silfurlax 3011 53 1,8 2,28
Valið Silfurlax 2789 61 2,2 2,36
Óvalið Lárós 1466 35 2,4 2,35
Valið Lárós 2338 65 2,8 2,45
Óvalið Total 20720 449 2,2 2,29
Valið Total 16286 437 2,8** 2,31em
**P<0,01; EM=Ekki marktækt (P>0,05).
Einnig kemur fram að valdi hópurinn sýnir hæstu heimtur á öllum sleppistöðum, sem
sýnir enn betur að samspil milli sleppistaðar og tilraunahópanna er lítið.
Einungis voru valdir hængar til undaneldis í þessari tilraun. Ef hrygnur úr völdum
fjölskyldum hefðu verið fáanlegar væri munurinn enn meiri.
LOKAORÐ
Niðurstöður sýna að mestu möguleikamir til að auka arðsemi hafbeitar með kynbótum eru að
velja fyrir auknum endurheimtum og meðalþyngd á smálaxi. Þar sem endurheimtur eru svo-