Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 129
121
Nyt var mæld tvo daga í hverri viku með „True-Test“ hlutfallsmjólkurmælum og
mjólkursýni tekin bæði kvölds og morgna. Kýmar voru vigtaðar einu sinni í viku alltaf eftir
hádegi fýrir seinni gjöf og mjaltir.
Fóðureiningar til viðhalds voru reiknaðar sem:
FE(vh) = Þungi/200 + 1,5
Framleiðslufóðureiningar FE(fr) eru reiknaðar sem mismunur étinna heildarfóðureininga
og áætlaðra fóðureininga til viðhalds FE(vh
Til að staðla mjólkurmagn m.t.t. orkuinnihalds er oft talað um mælimjólk og er hún
reiknuð skv. líkingunni:
Mælimjólk (kg) = mjólk (kg) x (0,4 + 0,15 x fltu%)
Er þá einungis leiðrétt út frá fituinnihaldi en til samanburðar var einnig notuð líking sem
leiðréttir bæði út frá fítu og próteinmagni mjólkurinnar sbr.:
Orkuleiðrétt mjólk kg = mjólk kg x (0,25 + 0,122 x fitu% + 0,077 x prótein%)
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var notuð líkingin:
Kr/kg = 24,77 + (0,25 x 27,81 x fita% / 4,04 + 0,75 x 27,81 x prótein% / 3,36)
í þessari jöfnu er gert ráð fýrir að grundvallarverð sé 52,58 kr; beingreiðsla 24,77 og
afurðastöðvaverð 27,81. Vægi próteins er 0,75 og fitu 0,25 og grundvallarmjólkin er með
4,04% fitu og 3,36% prótein.
Við uppgjör fyrir fervikagreiningu vom notaðar mælingar úr annarri og þriðju viku
hvers tímabils. Hjá hveijum grip á hverju tímabili er því um að ræða 4 mælingar á nyt (tvo
daga í hvorri viku), 8 mælingar á efnainnihaldi mjólkur (kvölds og morgna í 4 daga) og
mælingar á áti í 10 daga og tvær vigtanir á gripnum. í vallarsveifgrasinu kláraðist heyið á
öðmm degi síðustu vikuna og er meðaltal á áti þá vikuna byggt á 2 mælingum fyrir þá tegund.
Líkanið sem notað var við fervikagreininguna innihélt þættina hópur (6), kýr innan hóps (3),
tímabil (3), heytegúnd (3), og samspil hóps við tímabil og hóps við heytegund.
Nokkuð bar á að kýr fengu júgurbólgu, hitavellu og tímabundið lystarleysi sem afleið-
ingu af því. Þó að veikindin hefðu í sumum tilvikum haft áhrif á átið og nytina kom það ekki
verr niður á einni heytegund en annarri. Því var ákveðið að nota allar mælingar í uppgjöri á
meðaltölum.
Uppgefin skekkja er staðalskekkja meðaltals heytegunda og að baki hverju meðaltali em
18 mælingar. Miða má við að raunhæfur munur sé á meðaltölum ef P-gildi er <0,05.