Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 145
137
8. tafla. Samanburður á hagkvæmni mismunandi fóðrunar.
Þurrhey Þurrhey + rýgresi Þurrhey + kál
Át FE/dag
Þurrhey 5,6 3,2 3,3
Grænfóður 2,8 3,1
Kjamfóður 3,3 3,3 3,3
FE alls 8,9 9,3 9,6
Tekjur
Mjólk, kg/dag 14,1 14,5 15,3
Mjólk, kr /kg 50,81 50,60 50,90
Mjólk, kr/dag 715 733 781
Fóðurkostnaður
Kr/dag 150 169 179
Kr/kg mjólk 10,8 11,8 12,0
Tekjur umffam fóðurkostnað
Kr/dag 562 560 599
Kr/kg mjólk 40,0 38,6 39,1
Eins og áður kom ffam (5. tafla) skilar fóðrunin með kálinu mestum tekjum á dag en
ekki var munur milli hópanna á tekjum á hvert kg mjólkur. Raunhæfur munur er milli fóður-
tegundanna bæði á fóðurkostnaði á dag (P<0,001) og á fóðurkostnaði pr kg mjólk (P<0,001),
og er fóðrið hjá kálhópnum um 1,2 kr dýrara á hvert kg mjólkur heldur en hjá þurrheys-
hópnum. Ef litið er á tekjur umfram fóðurkostnað, þ.e. framlegðina, sést að hún er 37-39 kr
meiri á dag hjá kálhópnum en hinum hópunum (P<0,001), en aftur á móti er framlegðin 0,9-
1,4 kr hærri hjá þurrheyshópnum ef hún er skoðuð sem kr/kg mjólk. Ef uppskeran af kálinu er
aukin í 4500 kg þe./ha, sem ekki er óraunhæft að áætla í flestum árum, næst u.þ.b. sama
framlegð á hvert kg mjólkur og hjá þurrheyshópnum.
Það sem hins vegar er ekki hægt að meta út frá þessum gögnum eru langtímaáhrif
mismunandi fóðrunar, þ.e. t.d. hvaða áhrif það hefur á heildamyt yfir allt mjaltaskeiðið ef
grænfóður er gefið að hluta til fyrstu vikumar eftir burð og kýmar mjólka meira þann tíma.
Átgeta í samanburði við niðurstöður annarra tilrauna
Nokkrar aðrar tilraunir hafa verið gerðar á Stóra Ármóti og Möðruvöllum síðustu árin með
svipuðu sniði og þessi sem hér er lýst og því fróðlegt að bera niðurstöður þeirra saman. Átið
má reikna sem hlutfall af þunga kúnna og skoða í samhengi við meltanleika gróffóðursins
(orkugildi) in vitro. Greint er á milli mælinga með kýr á fyrsta mjaltaskeiði og eldri gripi þó