Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 50
42
Algengasta aðferðin til að reikna BO (kJ kg ‘) er þó út frá meltanlegum næringarefnum
eins og sýnt er í líkingunum hér að neðan (Y. van der Honing og G. Alderman 1988):
1. Ferskt gras og verkað gróffóður:
BO=20,lxMP+l 4,2x(MF+MT+MNLE)
2. Annað fóður:
BO= 15,9xMP+37,7 xMF+13,8 xMT +14,6xMNLE
þar sem MP, MF, MT og MNLE eru meltanlegt prótein, meltanleg fita, meltanlegt tréni og
meltanleg níturlaus extrökt. í gróffóðurlíkinguna má í staðin íyrir MF, MT, MNLE nota
meltanlegt próteinfrítt lífrænt efni.
f 1. töflu eru dæmi um möguleg orkugildi í nokkrum fóðurtegundum (J. Andrieu o.fl.
1989, STIL 1992).
1. tafla. Dæmi um orkuinnihald (Fe^ kg'1 þe.) í nokkrum tegundum fóðurs.
Fóðurtegund FE m Fóðurtegund FE m
GRAS: KORN:
Ferskt gras 0,89 Bygg 1,06
Gott hey 0,82 Maís 1,23
Hrakið hey 0,70 PRÓTEINGJAFAR:
Gott vothey 0,92 Fiskimjöl 1,22
Lélegt vothey 0,66 Sojamjöl 1,12
ORKUÞARFIR
Mjólkurkýr
Orkuþarfir mjólkurkúa til viðhalds er hægt að reikna samkvæmt eftirfarandi líkingu (A.J.H
van Es 1978):
FEm=0,0424x(Þungi)
þar sem þunga skepnunnar er breitt í svokallaðan efnaskiptaþunga með veldisvísinum 0,75.
Viðhaldsþarfir fyrir kýr af mismunandi þunga eru sýndar í 2. töflu.
Orkuþarfir hjá kúm til mjólkurmyndunar er hægt að reikna út frá næstu líkingu (Y. van
der Honing og G. Alderman 1988):
FE =0,44xM+0,0007293xM2
m
þar sem M er hvert kg af mælimjólk sem kýrin ffamleiðir á dag (Frik Sundstpl og Asmund
Ekem 1992).