Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 127
119
Fóður
Heytegundirnar þrjár voru frá fyrri eða seinni slætti sumarið 1993, sem var óvenju kalt á
Norðurlandi. Heyið var bundið í bagga og sett í hlöðu 68%-80% þurrt og súgþurrkað. Öll hey
voru óskemmd og myglulaus.
Vallarfoxgrastúnið er á vel framræstri svarðarmýri (Miðmýri) með sýrustig (pH) um
5,3. Um 30 t/ha af vatnsblandaðri mykju var dreift 5. maí og 24. maí var borið á sem svarar
250 kg af Móða 1. Áætlað samanlagt magn af helstu næringarefnum var 120 kg N, 30 kg P og
70 kg K. Um vorið var túnið metið 35% kalið eftir veturinn. í kalskellunum var mest af
varpasveifgrasi en einning talsvert af haugarfa. Við slátt var sneitt fram hjá stærstu kal-
skellunum þannig að lítið var af þessum tegundum í heyjunum. Á þeim svæðum sem voru
heyjuð var þekjuhlutdeild vallarfoxgrass metin 80%, túnvinguls 10% og vallarsveifgrass,
varpasveifgrass og haugarfa 5%. Af tegundum sem minna var af voru helstar blóðarfi, snarrót,
njóli og háliðagras.
Vallarsveifgrastúnið er mest á vel ræstum móajarðvegi (fokjarðvegur) á basaltgrunni.
Jarðvegurinn er frjósamur en frekar þurr með pH um 5,8. í nóvember 1992 var dreift um 44
t/ha af vatnsblandaðri mykju og 21. maí var borið á sem svarar 300 kg af Móða 1 og 24. júní,
eftir íyrri slátt, 80 kg af Kjarna. Samanlagt magn af helstu næringarefnum var áætlað um 150
kg N, 40 kg P og 100 kg K. Um vorið var túnið metið 5% kalið. í kalskellunum kom mest upp
af vallarsveifgrasi. Þekjuhlutdeild vallsveifgrass fýrir seinni slátt var metin 85% og vallar-
foxgrass um 5%. Aðrar tegundir sem að voru skráðar með minna en 5% þekjuhlutdeild voru
varparsveifgras, snarrót, túnvingull, háliðagras, túnfífill, hlaðkolla, njóli og haugarfi. Heyið
sem var notað í tilraunina var af seinni slætti (sjá töflu) en fyrri sláttur var sleginn 18. júní.
Snarrótartúnið er á tiltölulega vel ræstum sandjarðvegi á áreyri við Hörgá (Suðurengi)
og með pH um 5,7. Þann 27. maí var borið á 600 kg/ha af Græðir 7, sem samsvarar um 120 kg
N, 31 kg P og 40 kg K á ha. Þekjuhlutdeild snarrótar var metið um 90%. Aðrar skráðar
tegundir voru vallarsveifgras, varparsveifgras, háliðagras, túnvingull, língresi, hvítsmári,
haugarft, hrafnaklukka, hrafnafífa, blóðarft, njóli, starir og umfeðmingur.
Allt kjarnfóður var blandað og sekkjað í einu lagi af Fóðurvörudeild KEA, Akureyri.
í 2. töflu eru upplýsingar um sláttutíma, magn og gæði heyjanna og kjamfóðursins x
samsýnum sem tekin vom á tilraunatímanum.
Það kom á óvart hversu mikill munur var á meltanleika (FE/kg þe.) í heyjunum (2.
tafla), en niðurstöður úr heysýnum sem tekin vom við hirðingu og aftur í desember bentu allar
til þess að orkustyrkurinn væri svipaður í öllum tegundunum þrem. Hirðingar- og desember-