Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 77
69
Aðalupptaka á HP, þ.e. amínosýrum, fer fram í mjógimi, einnig er reiknað með að NFP
sé að miklum hluta tekið þar upp líka. Búið er að rannsaka þetta nokkuð fyrir ýmsa fóður-
flokka á hrossum með garnaropum. Reiknað er með að raunverulegur meltanleiki í mjógirni
sé 60-70% fyrir ferskt gras, 60% fyrir belgjurtir (Lusemu) og 30-45% fyrir hey. Meltanleiki N
í mjógimi eykst með auknu próteináti og þannig með auknu próteini í fóðrinu. Hluti fóður-
próteinsins og próteinsins sem kemur frá vefjum skepnunnar fer alla leið yfir í víðgimið. í
víðgirninu er það rofið að mestu í amínósýrur, peptíða og ammoníak, sem að einhverju eða
mestu leyti er notað aftur af örverum víðgimisins til vaxtar. Þessi uppbygging á próteini
byggist þó á þeirri orku sem örverumar hafa aðgang að í víðgirninu. Bakteríumar nýtast síðan
hrossinu sem próteingjafi. Þó er aðeins reiknað með að 10-30% af því N sem melt er í
víðgiminu nýtist hrossinu. Lítill hluti fóðurpróteinsins fer einnig ómeltur í skítnum frá
skepnunni, en magnið fer eftir gerð fóðurpróteinsins og hversu mikið hrossin éta. Erfitt er, og
jafnvel ómögulegt, að greina hversu mikið af N í skítnum er beint úr fóðrinu, frá vefjum
meltingarvegarins og frá örvemm. Það er því erfitt að ákvarða þann hluta N sem tekin er upp
sem amínósýrur í víðgirni, sem viðbót við það sem tekið er upp í mjógimi. Þrátt fyrir þetta
hefur á grundvelli raunverulegs meltanleika verið metið magn þeirra amínósýra sem falar eru
til upptöku úr meltingarvegi hjá hrossum, og út frá því verið áætlað að MP í gróffóðri fyrir
hross þurfi að lækka um 10-30% til að sýna raunverulega nýtingu. Við útreikninga á MHPh,
sem samkvæmt ofanskráðu má skilgreina sem summu þeirra amínósýra úr fóðri og örvemm
sem teknar eru upp í mjógimi og víðgimi hrossa, er því MP lækkað um 10% í fersku grasi,
15% í heyi og grasmjöli, og 30% í góðu votheyi (W. Martin-Rosset 1990 og 1994).
ORKUINNIHALD FÓÐURS
Til að reikna út FEH innihaldið í fóðri þarf að þekkja bæði BO og orkunýtingarstuðulinn k,
eins og fram kemur í 1. jöfnunni. BO er fúndin út frá HO, orku meltanleikanum (OM) og
nýtingu MO yfir í BO, eða samkvæmt 2. líkingu (M. Vermorel og W. Martin-Rosset 1993, W.
Martin-Rosset o.fl. 1994):
BO= HOxOMx(BO/MO) (2)
Heildarorka (HO)
Eins og skýrt var frá fyrr á þessum fundi (Ólafúr Guðmundsson og Tryggvi Eiríksson 1995) er
HO (kJ kg'1 þe.) mæld í bmnahitamæli (Lorin E. Harris 1970), en hægt er að fá grófa hug-
mynd um hana með því að margfalda gramm þurrefnis með 18,5. Einnig er algengt að hún sé