Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 128
120
sýnin voru mæld með NIR-tækninni en tilraunasýnin vom mæld in vitro. Skoðað var sérstak-
lega hvort meltanleikaaðferðin hefði áhrif á niðurstöður og reyndist svo ekki vera, nema hvað
NIR-meltanleiki vallarfoxgrass er heldur minni en in vitro meltanleiki. Eitt af markmiðum
tilraunarinnar var að skoða áhrif grastegunda með svipað fóðurgildi, á át og afurðir. Þar sem
orkustyrkur heyjanna reyndist breytilegur eftir tegundum er ekki hægt að greina á milli áhrifa
mismunandi orkustyrks annars vegar og heytegunda hins vegar á át og nyt (2. tafla).
2. tafla. Sláttutími, uppskera og efnainnihald fóðurs sem var notað í tilraunina. Meðaltal 9 sýna (eitt samsýni úr
hverri tilraunaviku). Miðað er við 100% þurrefni.
Fóðurtegund Slegið dags Uppsk. hkg ha FE íkg Prótein % Tréni % Aska % Ca g/kg Mg g*g K g/kg P g/kg Fita %
Vallarfoxgras 13/7/93 27 0,80 14,2 28,5 8,3 2,7 1,7 29,4 3,6
Vallarsveifgras 11/8/93 32 0,76 15,8 23,4 10,8 3,1 1,9 27,4 3,7
Snarrót 12/7/93 33 0,71 15,5 23,5 7,4 2,9 2,0 18,5 3,5
Meðaltal 0,76 15,2 25,1 9,6 8,7 1,9 25,1 3,6
Staðalífávik 0,03 1,8 1,5 0,4 0,3 0,2 2,0 0,2
a R2 63*** 6em 71*** 91*** 32* 31* 85*** 4em
Kjarnfóður 1,14 18,3 2,6 7,7 12,9 4,9 4,7 11,2 2,5
Staðalfrávik 0,4 0,3 1,9 2,0 3,4 0,5 3,6 0,6
a) R2 er það hlutfall (%) heildarferviks (variance) meðaltalsins sem fóðurtegundin útskýrir.
*,*** Marktækur munur milli tegunda samkvæmt t-prófi, *=P<0,05, ***=P<0,001.
Fóðrun, mœlingar og tölfrœði
Kýmar vom einstaklingsfóðraðar og var gróffóðrið vigtað í þær 5 daga vikunnar en kjam-
fóðrið alla daga. Fóðrað var tvisvar á dag og fengu kýmar gróffóður að vild og var miðað við
að leifar væm a.m.k. 10-15% af gjöf. Þegar skipt var um grastegund vom tegundimar gefnar í
bland í 2-3 daga. Kjamfóðurgjöf var ákveðin skv. nyt og áætluðu heyáti í bytjun tilraunarinnar
en minnkaði síðan um 250 g á viku eftir það, en allar kýmar fengu sömu kjamfóðurtegund
óháð grastegund. Fóðureiningar í gróffóðri vom reiknaðar út frá mældum meltanleika in vitro
skv:
FE/kg þe.= (0,025 x meltanleika% - 0,561) / 1,65
Orkugildi kjamfóðurs var áætlað út frá efnagreiningum og töflugildum varðandi meltan-
leika hráefna.