Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 65
57
Hjá lömbum stendur ullarvöxtur venjulega í beinu sambandi við þungaaukningu og því er
rökrétt að taka próteinþarfir til ullarvaxtar með þörfum til þungaaukningar.
Fósturmyndun. Próteinþarfir til fósturmyndunar eru byggðar á samantekt ARC (1980) og
Robinson (1983) þar sem vaxtarferli fósturs, legs og fylgjandi vefja er lýst stærðfræðilega með
Gompertz jöfnum. Út frá þessum jöfnum er hægt að reikna próteinvöxt á hverjum tímapunkti
meðgöngunnar miðað við fjölda fóstra og væntanlegan fæðingarþunga lambanna. í þessum
útreikningum er gert ráð fyrir þörfum til stækkunar á júgurvef og broddmyndunar hjá ánni en
ekki breytingum á eigin þunga. Gert er ráð fyrir að nýting AAT til fósturmyndunar í heild sé
0,85 (AFRC 1992) og að fæðingarþungi einlembinga og tvílembinga sé u.þ.b. 4 kg og 3,25 kg
(Sigurgeir Þorgeirsson og Stefán Sch. Thorsteinsson 1989). AAT þarfir fyrir ær á meðgöngu
birtast í 6. töflu.
Mjólkurmyndun. í fóðrunartilraunum með tvflembur á tilraunabúinu að Hesti (Stefán Sch.
Thorsteinsson o.fl. 1993) var meðalnyt þeirra fyrstu 3 vikumar 2,65 kg á dag. Meðalefnasam-
setning mjólkurinnar var: 5,25% fita, 4,92% hráprótein og 5,35% mjólkursykur. Ef gert er ráð
fyrir að hreinprótein sé 0,95 af hrápróteini mjólkur og nýting AAT til mjólkurprótein-
myndunar sé 0,68 (AFRC 1992) þá má reikna út að það þarf: 49,2x0,95/0,68=68,7 g AAT/kg
mjólk. Tvílemban þarf því 68,7x2,65= 182g AAT/dag til mjólkurmyndunar fyrstu 3 vikumar.
Ef nyt einlemba er 0,70 af nyt tvflemba, en efnasetning mjólkur hin sama þá þarf einlemban
127g AAT/dag til mjólkurmyndunar fýrstu 3 vikumar. AAT þarfir fyrir ær á fyrri hluta
mjaltaskeiðs er í 7. töflu.
Vöxtur. Próteinþarfir til vaxtar em byggðar á samantekt ARC (1980) á fjölmörgum tilraunum
þar sem reiknaðar hafa verið „allometrískar“ líkingar sem hægt er að nota til að reikna út
bæði samsetningu skrokksins og vaxtarauka miðað við lifandi þunga hveiju sinni. Tekið er
tillit til mismunar í samsetningu vaxtarauka hjá hrútum og gimbmm. Reiknað er með að
uppsogaðar amínósýmr nýtist í hlutfallinu 0,59. Hjá lömbum er reiknað með að prótein-
myndun í ull sé í beinu hlutfalli við próteinmyndun í vaxtarauka og er hún innifalin í þörfúm
til vaxtar. AAT þarfir til vaxtar er að finna í 8. töflu.
Þarfirfyrir PBV
Eins og áður sagði þá á PBV að vera mælikvarði á væntanlegt prótein eða köfnunar-
efnisjafnvægi í vömbinni þegar viðkomandi fóður er gefið og er fyrst og fremst hugsað til að