Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 137
129
í veg fyrir að áhrifin af því að nyt lækkar þegar líður á mjaltaskeiðið blandist inn í áhrifin af
meðferðinni, þ.e. af fóðurtegund í þessu tilviki.
1. tafla. Þungi, vikur frá burði, dagsnyt og kjamfóðurgjöf hjá kúm við upphaf tilraun-
arinnar.
Femingur Fjöldi kúa Þungi kg Vikur frá burði Nyt kg/d Kjamfóður kg/d
1 3 336 2,5 16,5 5,0
2 3 366 6,5 20,8 5,0
3 3 337 13,3 20,1 5,0
4 3 370 7,7 16,5 4,0
5 3 377 9,0 11,9 3,0
Alls/meðaltal
5 15 357 7,1 17,1 4,4
Fóður
Þurrheyið kom af túni sem nefnist Fjárhúsflöt og er um 4,4 ha að stærð en í það stykki var
sáð hreinu vallarsveifgrasi (Fylking) vorið 1989. Árið 1993 fékk túnið ekki skít en áburðar-
magn var 125 kg N, 40 kg P og 45 kg K úr eingildum áburðartegundum. Sumarið 1993 var
túnið tegundagreint og reyndist vallarsveifgras þá þekja um 60% af sverðinum, língresi um
15% og arfi um 15%. Túnið var beitt um vorið af sauðfé en slegið 19. júlí og bundið af því í
bagga 24. júlí og var uppskera áætluð um 3200 kg þe. af ha. Baggamir voru súgþurrkaðir með
upphituðu lofti og var heyið mjög vel verkað og lystugt að sjá.
Grænfóðrið var vetrarrýgresi af Tetila stofni og vetrarrepja (kál) af Emerald stofni og
var því sáð 22. maí og slegið 16. september, og voru vaxtardagar því 117. Sáðmagn á ha var
35 kg af rýgresinu og 9 kg af repjunni en hvort stykki var um 1 ha að stærð. Grænfóðrið var
bundið í rúllubagga beint úr sláttuskáranum og pakkað í sexfalt plast nokkrum klst. eftir slátt.
Kálið var frekar kyrkingslegt að sjá, náði manni tæplega í klof og var gulblá slykja yfir því, og
var uppskera af því áætluð um 2500 kg þe./ha. Rýgresið var mun hressilegra að sjá og var
uppskera af því áætluð um 3500 kg þe./ha. Stykkin fengu ekki búfjáráburð en áburðamotkun
var 160 kg N, 58 kg P og 109 kg K úr Græði-5 og Magna-2. í 2. töflu má sjá yfirlit yfir mælt
efnainnihald fóðursins sem notað var í tilrauninni en fita í kjamfóðrinu mældist 5,8% af þe.
Sýmstig (pH) í rýgresinu var á bilinu 4,20-4,30 og í kálinu var það á bilinu 4,05-4,15 og ekki
var annað að merkja en verkunin hefði tekist mjög vel.