Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 139
131
Nyt var mæld 2 daga í hverri viku (þriðjudaga og föstudaga) og mjólkursýni tekin bæði
kvölds og morgna síðustu þrjá mælidaga hvers tímabils. Kýmar vom vigtaðar einu sinni í viku
og holdastigaðar í lok hvers tímabils.
Framleiðslufóðureiningar (frFE) vom reiknaðar sem mismunur á þeim FE sem kýrin
innbyrti og þeim sem áætlað var að hún þyrfti að nota til viðhalds en fóðureiningar til viðhalds
voru reiknaðar út frá þunga gripanna skv. líkingunni:
FE(vh) = (þungi/200 + 1,5)
Til að staðla mjólkurmagn m.t.t. orkuinnihalds var reiknuð mælimjólk skv líkingunni:
Mælimjólk (kg) = mjólk (kg) x (0,4 + 0,15 x fitu%)
Er þá einungis leiðrétt út frá fituinnihaldi mjólkurinnar en til samanburðar var einnig
notuð líking sem algengt er að nota á Norðurlöndunum og leiðréttir bæði út frá fitu og prótein-
magni mjólkurinnar sbr.:
Orkuleiðrétt mjólk kg = mjólk kg x (0,25 + 0,122 x fitu% + 0,077 x prótein%)
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var notuð líkingin:
Kr/kg = 24,77 + (0,25 x 27,81 x fita% / 4,04 + 0,75 x 27,81 x prótein% / 3,36)
f þessari jöfnu er gert ráð fyrir að grundvallarverð sé 52,58 kr; beingreiðsla 24,77 og af-
urðastöðvaverð 27,81. Vægi próteins er 0,75 og fitu 0,25 og grundvallarmjólkin er með 4,04%
fitu og 3,36% prótein.
Við uppgjör voru notaðar mælingar úr annarri og þriðju viku hvers tímabils. Hjá hveij-
um grip á hveiju tímabili er um að ræða 3 mælingar á nyt (1 dagur í annarri viku og 2 dagar í
þriðju viku), 6 mælingar á efnainnihaldi mjólkur (kvölds og morgna í 3 daga) og mælingar á
áti í 10 daga og tvær vigtanir á gripnum. Líkanið sem notað var við tölfræðiuppgjör innihélt
þættina femingur, kýr innan femings, tímabil, fóðurtegund og samspil femings við tímabil og
femings við heytegund. Uppgefin skekkja er staðalskekkja meðaltals fyrir fóðurtegund en að
baki því meðaltali em 15 mælingar. Miða má við að raunhæfur munur sé á meðaltölum ef P-
gildi er minna en 0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Eins og áður kom fram var kúnum raðað í feminga eftir nyt og stöðu á mjaltaskeiði en í engu
tilfelli fundust marktæk samspilsáhrif milli feminga og fóðurtegunda. Þessum lið var þó ávallt