Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 104
96
Kýmar vom einstaklingsfóðraðar og var gróffóðrið vigtað í þær 4-5 daga vikunnar en
kjarnfóðrið alla daga. Vothey var gefið að morgninum, þurrhey seinnipart og að kvöldi og
kjamfóður tvisvar til þrisvar á dag eftir magni. Samsýni voru tekin af gróffóðri vikulega og
sýni tekin úr öllum sendingum af kjamfóðri.
Orkugildi kjamfóðurs var áætlað út frá efnagreiningum og töflugildum varðandi meltan-
leika hráefnanna sem notuð vom í blönduna en orkugildi gróffóðursins var reiknað út frá
mældum meltanleika in vitro skv:
FE/kg þe. = (0,025 x meltanl.% - 0,561) /1,65
Nyt var mæld 2 daga í hverri viku (þriðjudaga og föstudaga) fyrstu 24 vikur mjalta-
skeiðsins en einu sinni í viku eftir það. Mjólkursýni voru tekin bæði kvölds og morgna fyrstu
16 vikur mjaltaskeiðsins, einu sinni í viku í 17-24. viku og ekki eftir það. Kýmar vom vigt-
aðar einu sinni í viku og holdastigaðar einu sinni í mánuði.
Fóðureiningar til viðhalds vom reiknaðar út frá þunga gripanna skv. líkingunni:
FE (vh) = (þungi/200 + 1,5)
Til að staðla mjólkurmagn m.t.t. orkuinnihalds var reiknuð mælimjólk skv líkingunni:
Mælimjólk (kg) = mjólk (kg) x (0,4 + 0,15 x fitu%)
Er þá einungis leiðrétt út frá fituinnihaldi mjólkurinnar en til samanburðar var einnig
notuð líking sem algengt er að nota á Norðurlöndunum og leiðréttir bæði út frá fitu og prótein-
magni mjólkurinnar sbr.:
Orkuleiðrétt mjólk kg = mjólk kg x (0,25 + 0,122 x fitu% + 0,077 x prótein%)
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var notuð líkingin:
Kr/kg = 24,77 + (0,25 x 27,81 x fita% / 4,04 + 0,75 x 27,81 x prótein% / 3,36)
í þessari jöfnu er gert ráð fyrir að gmndvallarverð sé 52,58 kr; beingreiðsla 24,77 og
afurðastöðvaverð 27,81. Vægi próteins er 0,75 og fitu 0,25 og grundvallarmjólkin er með
4,04% fitu og 3,36% prótein.
Þarfir fýrir g AAT til viðhalds voru reiknaðar sem 3,3 x þungi kýrinnar í veldinu 0,75 en
til mjólkurmyndunar var miðað við að þyrfti 48 g af AAT á hvert kg af orkuleiðréttri mjólk.
Líkanið sem notað var við tölffæðiuppgjör innihélt þættina par (14), aldur (nr. mjalta-
skeiðs, 2 eða 3+), meðferð (825 eða 550 kg kjamfóður), kýr innan meðferðar (14), vika ffá
burði (allt að 24) og samspil meðferðar og viku frá burði. Uppgefin skekkja er staðalskekkja
meðaltals fyrir kjarnfóðurhópa.