Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 117
109
Styrkur hrápróteins í heildarfóðrinu var mun hærri í byijun tímabilsins í meðferð 550,
eða um 17% samanborið við um 15% í meðferð 825. Þessi munur minnkaði þegar gróffóðurát
í meðferð 825 jóskt. Einnig var um 5% munur á hrápróteinmagni í g/d fyrstu 12 vikumar.
Jafnframt kom í ljós að PBV gildin (protein balans i vommen) í meðferð 825 vom mun lægri
en í meðferð 550. Þetta endurspeglast í styrk urea-N og albúmíns í blóði en marktækur munur
var á urea-N milli hópanna (1. tafla). Þó vom báðir hópar með gildi ofar lágmarki, sem er 1,70
mmól/1 (3. mynd; DHHPS 1994).
Góð fylgni fannst á milli urea-N í blóðinu og hráprótein % í fóðrinu og PBV í meðferð
550, þar sem PBV gildið var hærra (2. tafla). Hins vegar er ekkert samband á milli AAT g/dag
og urea og bendir þetta á tengsl urea og leysanleika próteins í fóðri fremur en tengsl við heild-
arpróteinfóðmn. Munur á styrk albúmíns milli hópa nálgaðist að vera marktækur (1. tafla;
P=0,06) en í báðum hópum var styrkur albúmíns vel viðunandi og mun hærri en lágmarks-
gildi sem er um 30,0 g/1 (4. mynd; DHHPS1994). Marktæk fylgni var á milli albúmíns og
AAT g/dag (próteinfóðrunar) í öllum hópum (2. tafla).
Styrkur magnesíum í blóðinu var viðunandi allt tímabilið (5. mynd; 1. tafla). Eðlileg
gildi em á bilinu 0,80-1,23 mmól/1 (DHHPS 1994). Nokkur fylgni var milli magnesíums í
fóðri og sfyrks þess í blóði (2. tafla). Styrkur fosfórs var einnig viðunandi allt tímabilið (6.
mynd; 1. tafla). Eðlileg gildi em á bilinu 1,39-2,50 mmól/1 (DHHPS 1994). Góð fylgni var
milli fosfórs í fóðri og styrks fosfórs í blóði (2. tafla).
ÁLYKTANIR
Það er athyglisvert hve sfyrkur ketonefna í blóði er hár og Ijóst samkvæmt þeim mælingum að
fóðmn var óviðunandi í báðum meðferðum enda þótt orkujafnvægisútreikningar styðji það
ekki eindregið. í byrjun mjaltaskeiðs náði hlutur kjamfóðurs í heildarþurrefnisáti tæpum 45%
í meðferð 825 og 34% í meðferð 550. Mun hærra hlutfall þarf til að ná hámarksátgetu og þar
með viðunandi orkuástandi (Broster o.fl. 1979). Meira kjamfóður í meðferð 825 jók orkuát og
bætti útreiknað orkujafnvægi í byijun mjaltaskeiðs en þrátt fyrir það varð ekki marktæk
hækkun á hámarksdagsnyt. Hugsanlegt er að orkunýting í meðferð 825 hafi verið verri en út-
reikningar gefa til kynna, e.t.v. vegna þess hversu PBV gildi vom lág.
HEIMILDIR
Athanasiou, V.N. og Phillips, R.W. (1973). Hormonal and substrate alterations in pre- and postpartum cows. Fed.
Proc., 32, 905, (abst).
Baird, G.D. (1977). Aspects of ruminant intermediary metabolism in relation to ketosis. Biochem. Rev., 5, 819-
827.