Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 112
104
1979, Athanasiou og Phillips 1973). Það er síðan háð því hversu vel tekst til með fóðrun
fyrstu vikumar eftir burð hversu fljótt styrkur NEFA lækkar í blóði.
í blóði mjólkurkúa eru þrjú ketonefni: acetone, acetoacetate og betahydroxybutyrate
(BHB). í flestum efnaskiptaprófum er BHB valið vegna mikils stöðugleika í sýnum. Ketonefni
myndast einkum í slímhúð vambar, í lifur og í júgri og helsti efniviðurinn eru smjörsýra,
frjálsar fitusýmr, ketogenískar amínósýrur og ediksýra. Smjörsýru er að mestu leyti umbreytt í
BHB við ffásog úr vömb (Weigand o.fl. 1972). í súrdoða hefst mikil framleiðsla á ketonefnum
í lifur (Baird 1977) og einnig er nokkur framleiðsla í júgri (Kronfeld o.fl. 1968). Margir hafa
fundið góða fylgni milli styrks ketonefna í blóði og orkuástands mjólkurkúa (Kelly 1977,
Grétar Hrafn Harðarson 1980, Dale o.fl. 1978, Jönsson o.fl. 1972).
Nokkur efni í blóði hafa verið notuð til að fylgjast með próteinefnaskiptum líkamans.
Þar á meðal eru albúmín og þvagefni (urea) en það er myndað í lifur við afeitrun ammóníaks.
Ammóníak (NH4) myndast í stórum stíl við niðurbrot próteins í vömb og einnig við efnaskipti
amínósýra í lifur. Sýnt hefur verið fram á góða fylgni milli þvagefnis í blóði og prótein-
fóðrunar (Payne o.fl. 1970, Treacher o.fl. 1976). Ljóst er þó að torleyst prótein hefur ekki bein
áhrif á ammóníakmagnið í líkamanum, þannig að þvagefni er e.t.v. betri mælikvarði á magn
auðleystra próteina í fóðri heldur en á heildarpróteinfóðrun.
Albúmín er polýpeptíð (prótein) myndað í lifur og hefur það hlutverk m.a. að viðhalda
osmótískum þrýstingi í plasma. Styrkur albúmíns í blóði er háður þrennu, þ.e. myndun, niður-
broti og dreifingu þess í líkamanum. Albúmín er stöðugt endumýjað og talið er að helming-
unartími þess í nautgripum sé um 30 dagar (Payne o.fl. 1972). Sýnt hefur verið fram á að ef
um langvarandi undirfóðrun á próteini er að ræða lækkar styrkur albúmíns í blóði (Manston
o.fl. 1975, Lee o.fl. 1978).
Helstu steinefni sem hafa verið skoðuð eru kalsíum (Ca), magnesíum (Mg) og fosfór
(iP). Styrk Ca í blóði er stjómað mjög nákvæmlega, enda er mikill forði í beinum. Flestir hafa
því hætt að mæla Ca vegna lítils breytileika. Aftur á móti er góð fylgni milli styrks fosfórs
(Morrow 1969) og magnesíum í blóði annars vegar og magns þessara efna í fóðri hins vegar.
EFNIVIÐUR
í þessari skýrslu er fjallað um einn þátt rannsóknar á mismunandi orkufóðrun mjólkurkúa í
byijun mjaltaskeiðs, þ.e.a.s. áhrif fóðmnar á blóðefni. Rannsóknarfyrirkomulagi öðru en því
sem við kemur blóðsýnum og greiningu þeirra hefur verið lýst í skýrslu Gunnars Ríkharðs-
sonar hér á undan.