Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 245
237
og kennslu (0,5% N í mykju með 17% þurrefni). Vaxtarauki fyrir 100 kg N í tilbúnum áburði
er talinn 25 hkg af heyi, samkvæmt því sem skýrt er frá fyrr í þessari grein. Eftir þessum for-
sendum hefur verið áætlað hvernig halda megi óbreyttum heyfeng og bústofni án þess að nota
tilbúinn áburð og án þess að stækka túnin. Gert er ráð fyrir að nota þorskmjöl í þessum
tilgangi og ná með því sama áburðarmagni, og þar með sömu uppskeru, og fæst með notkun
tilbúins áburðar. í báðum tilvikum er tilfallandi búfjáráburður notaður.
Miðað við uppgefið verð á þorskmjöli (25 kr/kg) er eins og vænta mátti alltof kostnaðar-
samt að nota það sem áburð. Loðnumjöl og síldarmjöl er nokkru dýrara. Verðið mætti ekki
vera meira 6,84 kr/kg miðað við gefnar forsendur, eða 27% af núverandi söluverði. Það má
hafa til viðmiðunar við kaup á mjöli til áburðar sem ekki er talið nothæft fóður.
Hér er ekki gert ráð fyrir verðmun á afurðum úr lífrænum búskap samkvæmt vottunar-
reglum og hefðbundnum búskap. Ennfemur er ekki gert ráð fyrir minni áburðarnotkun miðað
við nýtanleg plöntunæringarefni í lífrænni ræktun, eins og væri ef hlutur belgjurta í lífrænni
ræktun væri meiri í lífrænni ræktun en í hefðbundinni. Enda er óvíst hve víða og í hvað
miklum mæli belgjurtir þnfast nægilega vel til þess að nýtast í búskap hér á landi, þrátt fyrir
umfangsmikla tilraunastarfsemi hérlendis bæði fyrr og síðar. Enn hefur ekki reynt nægilega á
hagnýtingu belgjurta í fóðuröflun í búskap.
BEIT OG FÓÐRUN UNGNAUTA Á SMÁRAGRASI. TILRAUNIR í SKOTLANDI
Við skoska landbúnaðarháskólann í Aberdeen (Scottish Agriculture College (SAC)) var á
árunum 1984-1992 gerður samanburður á eldi ungnauta við mikla notkun níturáburðar eða í
hefðbundinni smáraræktun með takmarkaða notkun níturáburðar fyrstu fyrstu þrjú árin. Síðari
árin var um að ræða samanburð á mikilli notkun níturáburðar og lífrænni ræktun samkvæmt
breskum stöðlum (Soil Association Standards) og stóð sá samanburður í fjögur framleiðslu-
tímabil (Younie o.fl. 1988, Younie 1992, Younie o.fl. 1991, Younie og Watson 1992, Younie
og Wightman 1992).
Tveimur „smábýlum“ var komið upp á nálægum stöðum á sendnum jarðvegi í Craib-
stone við Aberdeen, 5 ha á hvorum stað.
Sáð var í landið 1983. Sömu stofnar af rýgresi (Lolium perenne), vallarfoxgrasi og hvít-
smára voru notaðir til sáningar á báðum stöðum en í mismunandi hlutföllum. Af hvítsmár-
anum var notaður stórblaða stofn, Milkanova.
Á öðrum staðnum var fyrstu þrjú árin hefðbundin smáraræktun og ekkert N borið á
mestan hluta landsins (tilraunaliður 0), en á hinum staðnum var borið á 270 kg/ha N árlega