Ráðunautafundur - 15.02.1995, Blaðsíða 107
99
Almennt verður að teljast að það markmið að kýmar fengju jafnt magn af próteini hafi
náðst nema þá m.t.t. PBV gildis en tekið skal frarn að öll þessi gildi eru reiknuð en ekki mæld
þar sem niðurbrotsstuðlar fyrir prótein í fóðurefnunum hafa ekki verið mældir.
í 5.töflu kemur einnig fram að steinefnafóðrun hefur að meðaltali verið rífleg í báðum
hópum hvort sem litið er á kalsíum (Ca; 0,95 og 0,92), fosfór (P; 0,66 og 0,61) eða magnes-
íum (Mg; 0,28 og 0,27) sem % í þe. Þótt hópur-550 hafi raunhæft lægra hlutfall af öllum
steinefnunum þá er mjög ólíklegt að sá munur hafi skipt máli.
Áhrif kjamfóðurgjafar á afurðir
Enginn munur var á kjamfóðurhópunum m.t.t. afurðamagns. I 6. töflu em sýnd meðaltöl fyrir
nyt yfir mislöng tímabil og er hvergi munur milli hópanna á magni mjólkur né mjólkurefna.
Fituhlutfall í mjólkinni er lægra í hóp-825 en munurinn nær þó ekki að vera raunhæfur (3,75
vs 3,99%; P=0,09) en enginn munur var á próteinhlutfalli (3,30 og 3,29%; P=0,80). Hins
vegar er prótein/fitu hlutfallið raunhæft hærra hjá hóp-825 (0,90 vs 0,83) en það stafar eins og
áður sagði af lægri fitu% en ekki af auknu próteini.
6. tafla. Áhrif kjamfóðurgjafar á afurðir kúnna.
Kjarnfóður 825 Kjamfóður 550 P-gildi Meðal- tal Staðal- skekkja
Mjólk, kg/d
Mjólk 19,3 18,5 0,38 18,9 0,60
Mælimjólk 18,5 18,4 0,93 18,5 0,71
Orkuleiðrétt mjólk , 24 v. 18,5 18,3 0,82 18,4 0,68
Orkuleiðrétt mjólk , 16 v. 20,1 20,2 0,95 20,1 0,72
Orkuleiðrétt mjólk , 12 v. 20,9 21,2 0,79 21,0 0,74
Orkuleiðrétt mjólk, 8 v. 21,7 22,1 0,76 21,9 0,72
Orkuleiðrétt mjólk , 4 v. 22,0 22,2 0,86 22,1 0,80
Efnahlutföll (%)
Fita, % 3,75 3,99 0,09 3,87 0,09
Prótein, % 3,30 3,29 0,80 3,29 0,04
Prótein/fita 0,90 0,83 0,05 * 0,86 0,02
Efnamagn, g/d
Fita 720 735 0,76 727 33,2
Prótein 634 606 0,33 620 19,4
Hæsta dagsnyt
Kg/dag 26,6 25,1 0,16 25,9 0,71
Dagar frá burði 32,0 30,9 0,86 31,4 4,13
Tekjur
Kr á kg mjólk 51,71 52,05 0,46 51,88 0,31
Kr á dag 995 961 0,46 978 31,5